fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Hrakti hvíthákarl á brott með því að berja hann

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 21:30

Hvíthákarl. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíthákarl réðst á brimbrettamanninn Nick Minogue, frá Auckland á Nýja-Sjálandi, á laugardaginn þar sem hann var á brimbretti sínu við Pauanui Beach. „Ég var að róa þegar eitthvað snerti olnbogann og framhandlegginn. Þegar ég áttaði mig á hvað var að gerast hafði hann bitið sig fastan við framhluta brimbrettisins.“ Sagði Minogue, sem er sextugur, í samtali við NZ Herald.

Hann sagðist hafa heyrt að hákörlum sé illa við að vera kýldir í nefið eða augun.

„Ég öskraði því á hann að hunskast á brott og ætlaði síðan að kýla hann í augað en hitti ekki. Ég kreppti hnefann þá aftur og öskraði aftur á hann og kýldi hann beint í augað. Þetta er ansi stórt auga, eins og þrír hnúar, augað virtist horfa upp. Á milli högganna japlaði hann aðeins meira á brimbrettinu en sleppti síðan takinu og synti á brott en sló mig með sporðinum um leið.“

Sagði Minogue þegar hann lýsti atburðarásinni.

Auk hans var aðeins þýskur brimbrettamaður í sjónum þegar þetta gerðist. Sá heyrði öskrin og flýtti sér þá eins og Minogue að róa í land. Minogue sagði að um gráleitan hákarl hafi verið að ræða og hafi hann verið hvítur að neðanverðu, líklegast hvíthákarl. Höfuðið hafi verið stórt og kjálkarnir einnig.

Sérfræðingar segja að bitförin á brimbrettinu og lýsing Minogue bendi til að um stóran hvíthákarl hafi verið að ræða.

Minogue slapp að mestu ómeiddur frá árásinni, hlaut skurð á handlegg þar sem tennur hákarlsins fóru í gegnum blautbúninginn sem hann var í.

„Ég er enn með handlegg og fingur, þetta hefði getað farið miklu verr.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca