fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Pressan

Sakfelldur fyrir að setja hníf á borðið hjá prinsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskur karlmaður var nýlega dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa lagt hníf á skólaborð Hisahito Japansprins. Prinsinn er númer tvö í erfðaröðinni að keisarstólnum.

Dómurinn er skilorðsbundinn og því sleppur hinn dæmdi, Karu Hasegawa, við að fara í fangelsi ef hann heldur sig á beinu brautinni næstu fjögur árin. Hann var handtekinn í apríl á síðasta ári. Hann hafði þá á ólögmætan hátt komist inn í skólann sem prinsinn gengur í en hann er 13 ára. Prinsinn var ekki í skólanum þennan dag.

Það var starfsfólk skólans sem fann hnífinn á borði prinsins. Hann er sonur Akishino, sem er yngri bróðir Naruhito keisara. Akishino gengur bróður sínum næstur að erfðum því hann á engan son en keisaraembættið erfist aðeins í karllegg. Hisahito gengur síðan föður sínum næstur að erfðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun

Grikkland kynnir róttækar skattkerfisbreytingar sem eiga að snúa við varhugaverðri þróun