fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Mikil reiði vegna þessarar myndar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 07:01

Umrædd mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krikket er vinsælt í Ástralíu og flestir landsmenn vita um hvað þessi íþrótt snýst og hvað er að gerast hverju sinni. Árlega er haldin uppskeruhátíð krikketfólks, Australian Crickete Awards, og er vel fylgst með henni.

Að þessu sinni var Ellyse Perry valin besti leikmaðurinn í kvennaflokki en hjá körlunum bar David Warner sigur úr býtum. En að þessu sinni hefur lítið farið fyrir deilum um hvort kjör þeirra hafi verið rétt, hvort aðrir hefðu átt að bera sigur úr býtum og annarri álíka umræðu. Svona svipaðri umræðu og fer jafnan af stað hér á landi eftir að íþróttamenn ársins eru kjörnir.

Að þessu sinni er það ljósmynd, sem dagblaðið The Australian, birti af Perry og Warner sem hefur valdið of háum blóðþrýstingi og heitum umræðum.

Það sem hefur reitt folk til reiði er að á myndinni er ekki annað að sjá en Warner sé hávaxnari en Perry. En önnur mynd af þeim, í sama blaði, sýnir að svo er ekki. Perry er hávaxnari.

Samkvæmt fréttum ástralskra fjölmiðla er Warner 170 sm en Perry er 172 sm. Auk þess var hún í háhæluðum skóm á hátíðinni þegar myndin var tekin.

Margir hafa tjáð sig um málið og velt upp mögulegum ástæðum fyrir að Warner er látinn vera hærri á myndinni.

Ritstjóri íþróttafrétta news.com.au segir þó að einföld skýring sé á þessu. Myndin sé einfaldlega samsett úr tveimur myndum sem voru teknar af Perry og Warner á rauða dreglinum. Warner var með konu sinni þegar myndin af honum var tekin og því var ekki hægt að fjarlægja vinstri öxl hans af myndinni því konan stóð þétt upp við hana. Perry var hinsvegar ein og auðvelt að „skera“ hana út og setja inn á aðra mynd en þar varð að setja hana hægra meginn við Warner og því virðist hún vera lágvaxnari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig