fbpx
Miðvikudagur 03.júní 2020
Pressan

Elsti maður heims veitir ráð um hvernig á að lifa lengi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn komst Chitetsu Watanabe í Heimsmetabók Guinness en þá náði hann þeim merka áfanga að verða elsti núlifandi maður heims en þá var hann 112 ára og 344 daga gamall.

Hann býr á dvalarheimili aldraðra í Niigata og þangað mættu fulltrúar Heimsmetabókarinnar og afhentu honum viðurkenningarskjal til staðfestingar á því að hann sé elsti núlifandi karlmaðurinn í heiminum.

Hann fæddist 5. mars 1907 í Niigata í Japan, elstur átta systkina. Hann lærði búfræði og flutti síðan til Taívan þar sem hann vann á sykurplantekru. Þar kynntist hann eiginkonu sinni og eignuðust þau fimm börn.

Hann gegndi herþjónustu í japanska hernum í síðari heimsstyrjöldinni. Að stríði loknu flutti hann til Niigata og starfaði á skrifstofu þar til hann fór á eftirlaun. Hann sat þó ekki auðum höndum eftir það því hann starfaði á eigin bóndabýli og ræktaði allt frá kartöflum til jarðarberja þar til hann varð 104 ára.

Á síðasta ári ræddi hann við blaðamann og sagði þá að besta ráðið til að lifa lengi væri að brosa og vera glaður. Það hefur að minnsta kosti gagnast honum vel.

Hann á þó enn nokkuð í land með að slá heimsmetið sem elsti maður sögunnar. Það á samlandi hans Jiroemon Kimura sem varð 116 ára og 54 daga en hann lést 2013.

Kane Tanaka, sem er einnig frá Japan, er elsta lifandi manneskjan í dag en hún hélt upp á 117 ára afmælið sitt í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu

WHO spáir að bóluefni gegn kórónuveirunni verði tilbúið á árinu
Pressan
Í gær

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni

Segir að krafturinn sé að fara úr kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að á næsta áratug finnist líf utan jarðarinnar

Telja að á næsta áratug finnist líf utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ljúga yfirvöld í Mexíkó til um fjölda látinna af völdum COVID-19?

Ljúga yfirvöld í Mexíkó til um fjölda látinna af völdum COVID-19?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Facebook ætlar að leyfa helmingi starfsfólks að vinna heima – En það verður ekki ókeypis

Facebook ætlar að leyfa helmingi starfsfólks að vinna heima – En það verður ekki ókeypis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla

Matt Damon fastur á Írlandi í heimsfaraldrinum – Bæjarbúar hjálpuðu honum að forðast fjölmiðla