fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Brjóta 200 ára gamla hefð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 07:01

Frá Óperudansleiknum 2014. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. febrúar næstkomandi fer óperudansleikurinn fram í Vínarborg að vanda. Það er 200 ára gömul hefð fyrir þessum dansleik en þar dansa 144 pör vals. En nú verða ákveðin tímamót á dansleiknum því í fyrsta sinn í sögunnu munu tvær konur dansa saman.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að konurnar, sem heita Sophie Grau og Iris Klopfer og eru frá Þýskalandi, séu ekki par en hafi sótt um að fá að dansa saman því dansinn snúist ekki um hugmyndafræði, kyn eða að ögra nokkrum manni.

En samt sem áður finnst sumum sem þeim sé ögrað með þessu. Einn af þeim er hinn 87 ára auðmaður Richard Lugner sem telur að ekki eigi að hrófla við þeirri sterku hefð sem er í kringum dansleikinn.

„Ef tvær konur eiga í ástarsambandi í dag þá er það samþykkt af samfélaginu en þær hafa ekkert að gera við opnunarhátíð óperudansleiksins. Það má ekki eyðileggja orðspor hans.“

Er haft eftir honum.

En Grau og Klopfer eru honum ekki sammála. Þær segjast bara ná vel saman á dansgólfinu og það fékkst staðfest þegar þær komu fyrir sérstaka dómnefnd sem velur þátttakendur á þennan gamalgróna viðburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf