fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Pressan

Brjóta 200 ára gamla hefð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2020 07:01

Frá Óperudansleiknum 2014. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20. febrúar næstkomandi fer óperudansleikurinn fram í Vínarborg að vanda. Það er 200 ára gömul hefð fyrir þessum dansleik en þar dansa 144 pör vals. En nú verða ákveðin tímamót á dansleiknum því í fyrsta sinn í sögunnu munu tvær konur dansa saman.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að konurnar, sem heita Sophie Grau og Iris Klopfer og eru frá Þýskalandi, séu ekki par en hafi sótt um að fá að dansa saman því dansinn snúist ekki um hugmyndafræði, kyn eða að ögra nokkrum manni.

En samt sem áður finnst sumum sem þeim sé ögrað með þessu. Einn af þeim er hinn 87 ára auðmaður Richard Lugner sem telur að ekki eigi að hrófla við þeirri sterku hefð sem er í kringum dansleikinn.

„Ef tvær konur eiga í ástarsambandi í dag þá er það samþykkt af samfélaginu en þær hafa ekkert að gera við opnunarhátíð óperudansleiksins. Það má ekki eyðileggja orðspor hans.“

Er haft eftir honum.

En Grau og Klopfer eru honum ekki sammála. Þær segjast bara ná vel saman á dansgólfinu og það fékkst staðfest þegar þær komu fyrir sérstaka dómnefnd sem velur þátttakendur á þennan gamalgróna viðburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það

Ráðgátan um hótunarbréfið – Telja mikilvægan hlut vanta á það
Pressan
Í gær

100 dagar án innanlandssmits kórónuveiru

100 dagar án innanlandssmits kórónuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu

Forsetar á reiðhjólum – Skrautleg saga reiðhjólsins í Hvíta húsinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir létust úr svartadauða í Kína í síðustu viku

Tveir létust úr svartadauða í Kína í síðustu viku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp

Sex dularfull mannshvörf frá sama smábænum – Tvær fundist en lögreglan gefur ekkert upp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Setja upp vegatálma í New York vegna kórónuveirunnar

Setja upp vegatálma í New York vegna kórónuveirunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér fyrir það sem hún gerði fyrir 32 árum

Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér fyrir það sem hún gerði fyrir 32 árum