fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Lögregla leggur aukinn þunga í leitina að Anne-Elisabeth Hagen

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt ár er nú liðið síðan norska lögreglan tilkynnti opinberlega um hvarf Anne-Elisabeth Hagen. Anne hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018, en lögregla beið með að opinbera málið þar til í janúar í fyrra.

Í fyrstu var talið að henni hefði verið rænt enda var sett fram krafa um lausnargjald. Seinna meir fór lögreglu að gruna að Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu í fjórtán mánuði hefur Anne-Elisabeth ekki fundist og ekki heldur þeir sem báru ábyrgð á hverfi hennar.

TV2 hefur nú greint frá því að lögregla muni hefja leit af fullum krafti á nýjan leik á næstu dögum. Lögreglumenn telja sig vera að leita að líki og hefur lögregla þegar kortlagt ákveðin svæði sem leitað verður á. Tommy Bröske, sem stýrir rannsókn málsins, segist þó ekki geta farið nánar út í staðsetningar.

Aðspurður hvers vegna lögregla ákveði að leggja aukinn kraft í leitina núna, fjórtán mánuðum eftir hvarfið, segir Bröske að ýmsar ástæður liggi til grundvallar. „Það hefur meðal annars að gera með tímann sem er liðinn frá hvarfinu. Það hefur engine breyting orðið á tilgátu okkar um að við séum að rannsaka morð,“ segir hann og bætir við að grundvallaratriði í slíkum rannsóknum sé að finna fórnarlambið. Þá þurfi að huga að fjölskyldu Anne-Elisabeth sem þyrstir í svör um hvarf hennar.

Lögregla fann óþekkt skóför fyrir utan heimili Hagen-fjölskyldunnar eftir hvarf Anne-Elisabeth. Rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða far eftir skó af gerðinni Sprox í stærð 45 og kallaði lögregla eftir upplýsingum um sölu skópara af þessari tegund í Noregi í kjölfarið. Í ljós kom að 1.500 skór af þessari tegund hefðu selst í Noregi á tímabilinu ágúst 2016 til maí 2019. Bröske segir að enn sé verið að vinna úr þeim gögnum sem borist hafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands