Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Danskt efnahagslíf í blóma en metfjöldi gjaldþrota

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskt efnahagslíf hefur verið í miklum blóma á undanförnum misserum og sjaldan eða aldrei hefur atvinnuástandið verið jafn gott og núna. En ef litið er á tölur yfir gjaldþrot fyrirtækja má sjá að ekki gengur allt eins vel. Á síðasta ári urðu 8.520 fyrirtæki gjaldþrota og hafa gjaldþrotin aldrei verið fleiri.

Þetta kemur fram í skýrslu frá greiningarfyrirtækinu Experian. Aukningin nemur 19 prósentum miðað við 2018 og 35 prósentum miðað við 2017.

Jótlandspósturinn hefur eftir Bo Rasmussen, hjá Experian, að sú hugsun læðist að, þegar svona háar tölur sjást, að eitthvað sé að gerast í efnahagslífinu. Að hugsanlega sé að draga úr þeim mikla hagvexti sem verið hefur undanfarin misseri.

Á bak við þessar tölur leynast ýmis atriði sem geta skýrt af hverju þróunin var svona neikvæð á síðasta ári. Í apríl samþykkti þingið að breyta lögum um svokölluð frumkvöðlafyrirtæki. Var þá ekki lengur hægt að stofna slík fyrirtæki en þau var hægt að stofna með aðeins 1 krónu í hlutafé. Samkvæmt lögunum varð einnig að breyta öllum starfandi frumkvöðlafyrirtækjum í hlutafélög fyrir apríl á næsta ári, að öðrum kosti yrðu þau leyst upp. Mun meira hlutafé þarf í slík fyrirtæki.

Experian segir að um 40 prósent af gjaldþrotum síðasta árs séu tilkomin vegna frumkvöðlafyrirtækja og það skekki myndina því töluvert. Ekki sé því um að ræða að efnahagur landsins sé að leggjast á hliðina eða neitt slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði