fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Kobe Bryant látinn eftir þyrluslys

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 26. janúar 2020 19:40

Kobe Bryant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski körfuboltakappinn Kobe Bryant er látinn eftir að hafa lent í þyrluslysi í Calabasas í Bandaríkjunum í dag. Þetta kemur fram á vef TMZ sem segist hafa þetta staðfest. Kobe var um borð í þyrlunni ásamt að minnsta kosti þremur öðrum þegar hún hrapaði. Eldur braust út í kjölfarið og létust allir sem voru um borð.

Að því er fram kemur á vef TMZ létust fimm í það heila í slysinu. Kobe Bryant er einn allra þekktasti körfuboltamaður heims en hann átti frábæran feril í bandarísku NBA-deildinni. Hann er í hópi stigahæstu leikmanna deildarinnar frá upphafi og að margra mati einn besti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Hann komst 18 sinnum í stjörnuliðið og vann fimm NBA-titla, var tvisvar valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Kobe lék allan sinn feril með Los Angeles Lakers en hann hætti í körfubolta árið 2016.

Kobe Bryant lætur eftir sig eiginkonu, Vanessu, og fjórar dætur; Gianna, Natalia, Bianca og Capri sem fæddist í fyrrasumar.Afrek Kobe Bryant ná út fyrir körfuboltavöllinn því hann fékk Óskarsverðlaun árið 2018 fyrir stuttmyndina Dear Basketball. TMZ hefur eftir vitnum að þeir hafi heyrt þyrluna hökta áður en hún hrapaði til jarðar í hlíðum Calabasas. Á myndum sem TMZ birtir sést reykjarmökkur stíga upp frá flaki þyrlunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar

TikTok áskorun með svitalyktareyði hafði hryllilegar afleiðingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum

Jeff Bezos segir að milljónir manna muni flytjast út í geim á næstu 20 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum