fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

2019 var ár öfgaveðurs og hitameta í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. janúar 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gróðureldar, flóð og öflug óveður herjuðu á Evrópu á síðasta ári. Einnig hrellti öflug hitabylgja álfuna og hitamet féllu eitt af öðru. Margir sérfræðingar telja erfitt að reyna að halda því fram að öll þessi met séu tilviljun ein. Í Belgíu, Hollandi, Lúxemborg, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi féllu hitamet á árinu. Þar mældist hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst. Í öllum löndunum, að Frakklandi undanskildu, féllu metin í júlí, en þá skall öflug hitabylgja á norðurhluta evrópska meginlandsins.

Þessi met komu mörgum veðurfræðingum og loftslagssérfræðingum ekki á óvart. Þeir segja þetta draga upp mynd af ákveðinni þróun og hún muni halda áfram og frekari veðuröfgar muni dynja á Evrópu.

Nýlega sendi Veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, frá sér skýrslu um veðurfar á síðasta ári. Í henni kemur fram að árið var það næsthlýjasta á jörðinni frá því að mælingar hófust. Aðeins 2016 var hlýrra á heimsvísu. Petteri Taalas, forstjóri WMO, sagði í tengslum við birtingu skýrslunnar að „miðað við núverandi losun á CO2 stefni í að hitastigið hækki um þrjá til fimm gráður fyrir næstu aldamót.“

Margir sérfræðingar telja að helsta ástæðan fyrir hækkandi hita á jörðinni sé aukið magn CO2 í andrúmsloftinu. Rétt er þó að hafa í huga að ekki eru allir þessarar skoðunar en þó virðast fleiri en færri hallast að þessari kenningu. Frá því að veðurmælingar og skráning hófst almennt í lok nítjándu aldar hafa ákveðnar sveiflur sést á löngum tímabilum en á síðustu árum hefur þróunin verið öðruvísi. Á heimsvísu hækkar hitastigið frá ári til árs og hitastig sem var áður flokkað sem öfgakennt er nú að verða meðalhitastig.

En það er ekki bara hitinn sem hækkar því loftslagsbreytingarnar valda því einnig að veðrið breytist og verður öfgafyllra. Slík veður geta haft mikil samfélagsleg áhrif og því stöndum við frammi fyrir miklum áskorunum. Til dæmis má nefna að loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna, IPCC, spáir því að flóð, sem áður áttu sér að meðaltali stað á 100 ára fresti, verði árlegur viðburður þegar kemur fram að næstu aldamótum.

Gróðureldar eru einnig einn fylgifiskur öfgaveðurs en þeir komu illa við Evrópu á síðasta ári. Verst var ástandið í Portúgal og Katalóníu á Spáni. Í Feneyjum flæddi sjór margoft um götur borgarinnar og hlaust mikil eyðilegging af. Í suðurhluta Frakklands rigndi hvað eftir annað gríðarlega og hlaust mikið tjón af og í nóvember létust sex vegna flóða þar.
Ekki má gleyma jöklum álfunnar sem bráðna nú vegna hærri hita en áður. Þessu höfum við fengið að kenna á hér á landi og sömu sögu er að segja frá Sviss, Frakklandi og Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?