Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 12:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charles Merritt, karlmaður í Suður-Kaliforníu, var dæmdur til dauða í gær fyrir skelfileg morð á fjögurra manna fjölskyldu í febrúar 2010.

Merritt myrti fyrrverandi viðskiptafélaga sinn, Joseph McStay, eiginkonu hans Summer og syni þeirra hjóna sem voru þriggja og fjögurra ára gamlir. Lík þeirra fundust í grunnri gröf í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníu árið 2013, en í febrúar 2010 hurfu þau sporlaust. Mótorhjólamaður fann líkamsleifarnar fyrir tilviljun.

Charles var sakfelldur fyrir morðin í júní en nú hefur dauðarefsing verið kveðin upp í máli hans.

Charles hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínu í málinu og vill meina að saksóknarar hafi gert hann að blóraböggli. Saksóknarar sögðu fyrir dómi að Charles hefði tryllst þegar hann komst að því að vinur hans og viðskiptafélagi, Joseph McStay, ætlaði að ýta honum til hliðar í fyrirtæki sem þeir ráku saman.

Kviðdómendur höfðu mælt með dauðarefsingu í málinu og var dómari sammála því mati.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 5 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana