fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ástralski ferðamannaiðnaðurinn fær milljónahjálp í kjölfar gróðureldanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 18:00

Frá gróðureldum í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski ferðamannaiðnaðurinn hefur orðið illa úti vegna gróðureldanna sem hafa logað í landinu undanfarna mánuði. Nú ætlar ríkisstjórn landsins að koma greininni til aðstoðar og setur 76 milljónir ástralskra dollara inn í greinina. Þetta svarar til um 6,5 milljarða íslenskra króna.

Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði um helgina að ástralski ferðamannaiðnaðurinn stæði nú frammi fyrir stærstu áskorun sinni til þessa. Eitt af hverjum þrettán störfum í landinu tengist greininni á einn eða annan hátt.

Erlendum ferðamönnum í landinu hefur fækkað um 10 til 20 prósent síðan eldarnir kviknuðu í september. Atec, samtök ferðamannaiðnaðarins, telja að tekjutapið vegna eldanna nemi 4,5 milljörðum ástralskra dollara. Það svarar til um 370 milljarða íslenskra króna.

Fjárhagsaðstoðin frá ríkinu á að renna til markaðssetningar innanlands og utan.

Ríkisstjórnin ætlar einnig að verja sem svarar til um 3,7 milljarða íslenskra króna til að bjarga dýra- og plöntulífi en það hefur farið illa út úr eldunum.

Eldarnir hafa nú þegar orðið að minnsta kosti 29 manns að bana og eyðilagt rúmlega 2.500 heimili. Líffræðingar telja að um einn milljarður dýra hafi orðið eldunum að bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?