fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Milljarðamæringur dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir smygl

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 17:30

Head of a Young Woman eftir Picasso. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænski milljarðamæringurinn Maime Botin var nýlega dæmdur í 18 mánaða fangelsi og til að greiða sem svarar til um 7 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir smygl. Hann var staðinn að verki þar sem hann reyndi að smygla málverki eftir Picasso frá Spáni um borð í lúxussnekkju sinni.

Forbes skýrir frá þessu. Málið teygir sig allt aftur til 2015 þegar hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu að umrætt málverk, sem heitir „Head of a Young Woman“, mætti ekki fara frá Spáni því um þjóðargersemi væri að ræða.

En Botin var ekki sáttur við þetta og vildi gjarnan koma málverkinu úr landi. Hann er enginn öreigi því eignir hans eru metnar á um 1,7 milljarða dollara en hann hefur hagnast á ýmsum fjármálagjörningum.

Hann ákvað því að smygla málverkinu úr landi í lúxussnekkju sinni „Adix“ til Korsíku en þaðan ætlaði hann að flytja það til Sviss þar sem hann ætlaði að selja það. Þetta er að minnsta kosti mat ákæruvaldsins.

En málverkið komst aldrei svona langt. Yfirvöldum barst ábending um fyrirætlanir Botin og var för snekkjunnar stöðvuð við Korsíku og fannst málverkið um borð. Það var flutt á safn í Madrid þar sem það er nú. Málverkið er metið á um 28 milljónir dollara en það svarar til um 3,5 milljarða íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?