fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fyrsta tilfellið af dularfullri kínverskri veiru staðfest í Japan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn er látinn og margir hafa veikst af dularfullri nýrri veiru í Kína. Nú hafa japönsk heilbrigðisyfirvöld staðfest að veiran hafi greinst þar í landi. Japönsk yfirvöld skýrðu frá þessu á fimmtudaginn. Hugsanlegt er að hún sé einnig komin til Taílands.

Kínverskur ríkisborgari, sem býr í Kangawa nærri Tókýó, greindist með þessa dularfullu coronaveiru. Hann fór til Wuhan í Kína fyrr í mánuðinum en sneri aftur til Japan þann 6. Hann var lagður inn á sjúkrahús á föstudaginn í síðustu viku og var útskrifaður á miðvikudaginn eftir að hafa fengið viðeigandi læknismeðferð.

Veiran hefur mest látið á sér bera í Wuhan í Kína. Yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu hennar og ekki síst í ljósi þess að Kínverjar fagna áramótum í lok janúar en þá er reiknað með að rúmlega hálfur milljarður landsmanna muni leggja land undir fót.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sagði á mánudag að hún muni ráðfæra sig við sérfræðinga vegna orðróms um að veiran hafi einnig borist til Taílands.

Reiknað er með að um 800.000 Kínverjar fari til Taílands til að fagna áramótunum. Taílensk yfirvöld hafa því hert eftirlit á flugvöllum landsins.

Talið er að veira af Coronastofni valdi venjulegu kvefi hjá fullorðnum en margar veirur tilheyra þessum stofni.

WHO tilkynnti einnig á mánudaginn að hugsanlega sé nýja veiran skyld veirunum sem orsökuðu lungnasjúkdóminn Sars og öndunarfærasjúkdóminn Mers. Fyrsta tilfelli Mers greindist 2012 en Sars greindist fyrst 2002 og breiddist þá út en veiran greindist fyrst í Kína. Sars barst í menn frá dýrum og varð um 800 manns að bana.

Kínversk yfirvöld segja að ekkert hafi komið fram sem bendir til að nýja veiran smitist á milli manna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?