fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Dæmdir fyrir að tattóvera getnaðarlim á bak vinar síns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. janúar 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku voru tveir ungir menn sakfelldir af dómara í Noregi fyrir að hafa tattóverað getnaðarlim á bak vinar síns. Fyrir dómi kom fram að þrír menn hefðu fengið vin sinn, fórnarlambið, til að koma með þeim undir því yfirskyni að þeir væru á leið í samkvæmi. Þeir sóttu hann í Buskerud og fóru síðan með lest til Øvre Romerrike. Á lestarstöðinni þar byrjuðu þeir að beita manninn ofbeldi.

Ofbeldið hélt áfram á leið frá lestarstöðinni til áfangastaðar þeirra sem var íbúð í um eins kílómetra fjarlægð. Þegar í íbúðina var komið tattóveruðu tveir af mönnunum þá getnaðarlim á bak mannsins. Hann gaf samþykki sitt fyrir að þeir myndu tattóvera hann en vissi ekki hvernig mynd þeir ætluðu að tattóvera á hann. Auk myndar af getnaðarlimi tattóveruðu þeir orðin „nauðgari“ og „typpi“ á bakið.

Í dómsorði sínu bendir dómarinn á að fórnarlambið hafi ekki þorað að mótmæla tillögunni um að hann skyldi fá húðflúr á bakið. Á meðan verið var að tattóvera hann heyrði hann einn ofbeldismannanna segja: „Vá, hvað þetta er fínn engill“. Dómarinn segir einnig að jafna megi tattóinu við alvarlegt ofbeldi á við smá skurðáverka, minniháttar beinbrot í andliti, handleggjum og fingrum eða tjóns á tönnum.

Ofbeldið var skipulagt að mati dómarans.

Tveir af mönnunum voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi en sá þriðji í 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Allir eiga þeir sakaferil að baki. Þeir þurfa einnig að greiða fórnarlambinu bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið

Endaði afklæddur á götunni eftir misheppnað rán – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári

Ivanka Trump og Jared Kushner mokuðu inn peningum á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju

Bjuggu til SOS skilti og var bjargað af eyðieyju
Pressan
Fyrir 4 dögum

Græðgin varð þeim að falli

Græðgin varð þeim að falli
Pressan
Fyrir 5 dögum

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu