fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Þýska lögreglan þögul eftir leit í Hannover – Fannst eitthvað tengt hvarfi Madeleine?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 06:18

Myndin bak við Maddie er frá garðinum í Hannover. Mynd: Bild-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska lögreglan lauk í gærkvöldi leit í garðlandi í útjaðri Hannover. Þar hafði fjöldi lögreglumanna unnið að uppgreftri síðan á þriðjudaginn en þetta er liður í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal 2007. Christian B. sem er grunaður um að hafa numið Madeleine á brott hafði aðgang að þessu garðlandi árið 2007.

Þýskir saksóknarar hafa aðeins sagt að uppgröfturinn tengist morðrannsókn þar sem Christian B. er grunaður en hafa ekki viljað skýra nánar frá málinu eða leitinni eða hvort eitthvað tengt hvarfi Madeleine hafi fundist. Saksóknararnir hafa áður sagt að þeir hafi vissu fyrir því að Madeleine sé látin.

Frá vettvangi í garðlandinu. Mynd: EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL

Lögreglan setti upp skjólveggi á vettvangi til að fólk gæti ekki fylgst með hvað væri verið að grafa upp. Þá var sett bann við flugi dróna yfir svæðinu að sögn Bild.

Eins og DV skýrði frá í gær þá fann lögreglan leyniherbergi í garðinum en hún hefur ekki viljað staðfesta það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“