fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Trump hafður að háði og spotti

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 24. apríl 2020 09:39

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú hafður að háði og spotti í netheimum eftir ummæli sem hann lét falla á dögunum þar sem hann stakk upp á því að fundin yrði  leið til að sprauta sótthreinsandi efni inn í lungu manna – til að berjast gagn kórónuveirunni.

Ummælin lét Trump falla eftir að hann heyrði kynningu um að rannsóknir bentu til að kórónuveiran lifi skemur í heitu og röku loftslagi, að veiran deyi fyrr í sólarljósi. Trump fór þá að velta því fyrir sér hvort ekki væri hægt að koma sólarljósi inn í líkamann.

„Ég hef séð að sótthreinsandi efni sem gerir út af við veiruna á einni mínútu. Bara einni mínútu. Er einhver leið fyrir okkur að gera eitthvað svipað með því að sprauta okkur með efninu eða einhvers konar hreinsum. Þessi veira kemst í lungun og veldur þar gífurlegum skaða svo það væri áhugavert að skoða þennan möguleika.“

Læknar og fræðimenn í Bandaríkjunum voru ekki lengi að stíga fram og benda á að ummæli forsetans væru ekki bara röng heldur beinlínis hættuleg og gætu valdið alvarlegum afleiðingum ef fólk færi að reyna að sprauta sótthreinsivökva inn í lungun sín í von um að losna undan kórónuveirunni.

Netheimar, og þá einkum Twitter, hafa ekki legið á skoðunum sínum vegna uppátækis forsetans.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi af þeim viðbrögðum sem ummæli Trumps hafa vakið á Twitter, en í dag hafa myllumerkin #ToiletDuck og #Dettol verið vinsæl á samfélagsmiðlinum, en það eru vinsæl sótthreinsiefni.  Vegna þessa hafa framleiðendur Dettol gefið út tilkynningu þar sem brýnt er fyrir neytendum að undir engum kringumstæðum ætti sótthreinsivökva að vera sprautað inn í líkama fólks. Vörurnar eigi aðeins að nota samkvæmt leiðbeiningum.

 

„Hæ læknir á bráðamóttökunni hér. EKKI sprauta ykkur eða neita nokkurs konar sótthreinsivökva til að reyna að drepa COVID-19″

„Heimurinn á skilið betri leiðtoga en þetta“

„Eftir tvær milljónir ára af þróun mannsins þá er þetta staðurinn sem við erum komin á“

„Þetta er ekki bara bilað heldur ótrúlega hættulegt. Ef Ameríkanar fara að deyja eftir að hafa sprautað sig með sótthreinsivökva, þá verður alfarið forsetanum að kenna. Hann verður að hætta að dreifa þessum fáranlegu og óábyrgu kenningum sínum núna strax. „

 

„Ekki undir nokkrum kringumstæðum sprauta þig, eða nokkurn annan, með stótthreinsivökva“

„Þú ert í góðum höndum með sólarljós, Dettol og Trump lækni í þínu liði“

„Kem strax aftur, ætla bara að sitja í sólbaði og drekka Dettol til að hreinsa lungun mín“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar