fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Mýtur um COVID-19 – Hvað er rétt og hvað er rangt?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 05:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist óhjákvæmilegt að margar mýtur og kenningar fari á kreik í tengslum við heimsfaraldur COVID-19. Það getur verið erfitt fyrir marga að greina á milli hvað er satt og rétt og hvað er algjör uppspuni.

Meðal þeirra kenninga og mýta sem nú ganga eru nokkrar sem hafa náð eyrum margra. Skemmst er að minnast að mörg hundruð Íranir létust í síðustu viku eftir að hafa drukkið áfengi sem innihélt metanól (tréspíra) því sú saga hafði gengið á samfélagsmiðlum að hægt væri að koma í veg fyrir smit með að drekka áfengi.

Breski læknirinn Claudia Pastides, hjá Babylon Health, hefur kíkt á nokkrar af helstu mýtunum og kenningunum sem nú ganga.

Kórónuveiran var búin til af mönnum. Veiran, sem veldur COVID-19, á rætur að rekja til dýra. Hún virðist hafa stökkbreyst og borist úr dýrum yfir í menn. Hún er sem sagt ekki búin til í tilraunastofu.

Handspritt drepur ekki kórónuveiru. Sumar veirur og bakteríur drepast ekki þótt handspritt sé notað. Það á þó ekki við um COVID-19 ef þú notar handspritt sem inniheldur minnst 60 prósent alkóhól.

Gæludýr geta verið smitberar. Það eru engar sannanir fyrir því að COVID-19 veiran smitist með gæludýrum. Það er þó rétt að hafa þann varnagla á að veiran er ný og vísindamenn fylgjast náið með hvort smit berist á milli dýra og manna. Af þeim sökum ættir þú alltaf að þvo þér vel um hendurnar eftir að hafa snert gæludýr.

Heitt bað drepur veiruna. Ef veiran kemst inn í líkamann þá er það ónæmiskerfið sem sér um að drepa hana. Heitt bað eða heitir drykkir geta alls ekki komist að veiru sem er í frumum líkamans né drepið hana. Líkaminn stýrir sjálfur hita sínum og bregst mjög takmarkað við heitum drykkjum eða baði. Ef þú vilt fara í bað til að drepa veirur á húðinni þá er best að þvo sér um hendurnar með vatni og sápur. Ef þú kemst ekki í vatn og sápu er best að nota handspritt.

Ef þú skolar munninn með klór er hægt að koma í veg fyrir smit. Klór getur valdið bruna, bæði á húð og innvortis. Ef þú ert heppin(n) sleppur þú með húðpirring og magaverki. En óháð því á ekki að skola munninn með klór. Það virkar heldur ekki gegn COVID-19. Það virkar heldur ekki að skola munninn með vatni, heitum drykkjum eða nokkru öðru til að koma í veg fyrir smit. Það er þó hægt að nota klór til að koma í veg fyrir að veiran breiðist út en þá til að þrífa yfirborðsfleti á borð við til dæmis eldhúsborð.

Hvítlaukur getur komið í veg fyrir smit. Það er alltaf góð hugmynd að borða hollan og fjölbreyttan mat sem inniheldur ávexti og grænmeti, þar á meðal hvítlauk, en það eru engar sannanir fyrir að hvítlaukur veiti vernd gegn COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum