fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Pressan

Niðurlægja ungmenni – Látin drekka þvag og kyssa fætur ofbeldismannanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 05:51

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur verið skýrt frá mörgum málum í Svíþjóð sem snúast um svokallaða „niðurlægingu“ og er óhætt að segja að Svíum sé brugðið vegna þessara frétta. Þessi mál snúast um að hópar ungmenna, sem eru af innflytjendaættum, niðurlægja og gera lítið úr sænskum ungmennum. Farsímum er stolið af fórnarlömbunum og peningum og þau niðurlægð og allt tekið upp á myndbönd sem er síðan dreift. Til dæmis hafa fórnarlömbin verið neydd til að drekka þvag, gleypa sígarettustubba og kyssa fætur ofbeldismannanna.

Weekendavisen hefur þetta eftir Carin Götblad, lögreglustjóra í miðhluta Svíþjóðar.

„Það hörmulega í þessu er að þetta er alls ekki neitt nýtt. Við upplifum sífellt meira af þessu, þar sem ungir piltar fara um í hópum og leita að þeim sem eru einir á ferð, niðurlægja þá, beita langvarandi ofbeldi og hótunum. Fórnarlömbin segjast vera hrædd um að deyja. Það er migið í munninn á þeim og þau eru neydd til að tyggja sígarettustubba og gleypa þá.“

Þetta gerist of í tengslum við rán en á aðeins þremur árum hefur fjöldi rána, sem beinast gegn ungmennum, þrefaldast. Á síðasta ári skráði lögreglan rúmlega 2.400 rán  hjá þessum aldurshópi.

Fyrr í mánuðinum skýrði ungur piltur Sænska ríkisútvarpinu frá því að hann hefði sætt misþyrmingum þegar hann var á leið heim úr vinnu. Árásarmennirnir migu á hann og kölluðu hann meðal annars „hóruunga“ og „helvítis Svía“. Sænska ríkisútvarpið hafði þá eftir starfsfólki félagsþjónustunnar að árásarmennirnir séu oft með grímur þegar þeir láta til skara skríða.

Anders Karlsson, lögreglufulltrúi í Gautaborg, skrifaði nýlega lesendabréf í Gautaborgarpóstinn þar sem hann sagði að „niðurlægingin“ sé oftast verk innflytjenda, eina leiðin til að leysa þennan vanda að hans mati er að draga úr straumi innflytjenda til landsins.

Mustafa Panshiri, sænsk-afganskur rithöfundur, sagði í samtali við Weekendavisen að „greinlegt sé að uppruni skipti máli“ í þessu. Hann telur að gerendurnir leiti innfædda Svía markvisst uppi af því að þeir tilheyra ekki gengjum.

„Þeir hafa ekki stórfjölskyldu eða frændur sem geta varið þá.“

Sagði hann.

Málið hefur einnig vakið pólitískan óróa og gagnrýninni hefur rignt yfir Stefan Löfven, forsætisráðherra, formann jafnaðarmanna. Hann telur að þetta tengist straumi innflytjenda ekki neitt og segir að orsökina sé að finna í þeim skattalækkunum sem fyrri ríkisstjórn borgaralegu flokkanna stóð fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu

Sex Bandaríkjamenn handteknir – Reyndu að senda hrísgrjón og biblíur til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið

Nýr ferðamannaskattur vekur reiði – Borgaðu fyrir útsýnið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“