fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hvað er á seyði? – Dularfull hljóð berast úr veggjum hússins – Myndband

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað myndi þér finnast um að búa í húsi þar sem veggirnir tala við þig á nóttunni? Þetta gæti eiginlega verið lýsing á lélegri hryllingsmynd en fyrir fjölskyldu, sem býr í Illinois í Bandaríkjunum, er þetta ekki bara lýsing á lélegri hryllingsmynd heldur lýsing á raunveruleikanum.

Síðustu sex ár hefur fjölskyldan heyrt raddir og tónlist berast úr veggjum heimilisins. ABC 7 Chicago skýrir frá þessu.

„Við heyrum þetta greinilega og þetta heldur fyrir okkur vöku á nóttunni.“

Sagði fjölskyldufaðirinn Richard Smith í samtali við miðilinn.

Hljóðin berast úr vegg í einu svefnherbergi hússins. Ekki er vitað hvað veldur þessu þrátt fyrir að fjölskyldan hafi margoft reynt að komast að því. Smith hefur meðal annars opnað vegginn til að kanna hvort eitthvað væri inni í honum sem gæti varpað ljósi á málið en svo var ekki.

Vandamálið er svo mikið að fjölskyldan hefur fengið lögregluna á vettvang og staðfestu lögreglumenn að raddir heyrðust úr veggnum. Þessu er líkt við að prestur sé að predika og stundum heyrist kristileg tónlist frá veggnum.

Smith grunar að raddirnar og tónlistin berist frá nálægum útvarpssendi og er kenning hans að þetta eigi rætur að rekja til kristilegu útvarpsstöðvarinnar AM 1160 en það hefur ekki fengist staðfest. Stöðin sendi verkfræðing heim til fjölskyldunnar til að rannsaka málið en hann fann ekkert sem gat skýrt af hverju raddir berast úr veggnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða