fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Stefnir í lokun stærstu mosku Danmerkur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 19:00

Hamad Bin Khalifa Civilization Center moskan í Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að moskunni í Rovsingsgade í Kaupmannahöfn verði lokað en það er stærsta moskan í Danmörku og sú fyrsta sem fékk titilinn stórmoska. Ástæðan fyrir yfirvofandi lokun er óreiða í fjármálum og afskipti Hizb ut-Tahrir samtakanna af starfsemi moskunnar.

Kristeligt Dagblad skýrir frá þessu og byggir á rannsóknargrein eftir Lene Kühle sem er einn fremsti sérfræðingur Danmerkur í rannsóknum á moskum.

Þegar moskan, sem heitir Hamad Bin Khalifa Civilization Center, var opnuð 2014 stóð hún styrkum fótum fjárhagslega. En nú er staðan önnur, innri átök og svo slæm fjárhagslega staða að ekki er annað að sjá en moskan rambi á barmi gjaldþrots segir Kühle í grein sinni. Hún byggir hana á rannsóknum og skjölum sem hún fékk aðgang að á grunni upplýsingalaga. Í niðurstöðu sinni segir hún að moskan eigi við mikil fjárhagsvandræði að etja þrátt fyrir að hafa fengið mikið fé frá Katar og Kúveit.

Í upphafi fékk moskan sem svarar til um 2,6 milljarða íslenskra króna frá yfirvöldum í Katar og ýmsum samtökun. Síðan bárust meiri peningar frá þessum aðilum en svo virðist sem þeir hafi hætt að koma á einhverjum tímapunkti en ekki er ljóst hvenær það gerðist.

Þá eru deilur innan moskunnar á milli ólíkra fylkinga. Talað er um að Hizb ut-Tahrir eða önnur álíka samtök séu að reyna að taka stjórn hennar yfir. Samtökin eru harðlínusamtök sem stefna á að koma upp múslimsku kalífadæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu