fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dularfullar útvarpsbylgjur utan úr geimnum endurtaka sig á 16 daga fresti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 07:01

Útvarpssjónaukar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hraðar útvarpsbylgjur (Fast radio bursts) eru í sjálfu sér ekki óvenjulegar. Slíkar útvarpsbylgjur uppgötvuðust fyrst 2007 og hafa fram að þessu verið taldar algjörlega handahófskenndar. En nú hafa vísindamenn fundið slíkar bylgjur sem endurtaka sig á 16 daga fresti. Það er sem sagt um mynstur að ræða. Bylgjur af þessu tagi berast frá fjarlægum vetrarbrautum en enn er ekki vitað hvað veldur þeim.

Í umfjöllun Sky  um málið kemur fram að áður hafi komið fyrir bylgjur sem hafi endurtekið sig en aldrei í líkingu við þessar hér sem endurtaka sig reglulega á 16 daga fresti. Eins og með aðrar útvarpsbylgjur af þessu tagi er ekki vitað hvað veldur þeim en helstu kenningarnar eru að hér sé um að ræða merki frá einhverju sem snýst hratt, til dæmis nifteindastjörnum eða svartholum.

Vísindamenn, sem rannsökuðu gögn frá útvarpssjónauka sem the Canadian Hydrogen Intensity Mapping Experiment notaði, sáu að hraðar útvarpsbylgjur höfðu borist til jarðarinnar tvisvar á klukkustund í fjóra daga áður en þær hættu. Þær byrjuðu síðan aftur 12 dögum síðar. Uppruni þeirra var rakinn til miðlungsstórrar vetrarbrautar í um 500 ljósára fjarlægð. Aldrei fyrr hafa útvarpsbylgjur af þessu tagi borist frá vetrarbraut svo nærri jörðinni.

Vísindamennirnir fóru yfir 409 daga tímabil og sáu að sendingarnar endurtóku sig með reglubundnum hætti. Þeir telja hugsanlegt að þær eigi uppruna sinn hjá hlut sem er á braut um eitthvað og fer hring á 16 dögum. Það verður þó að hafa í huga í því samhengi að bylgjur af þessu tagi eru mjög aflmiklar, senda mikið af rafsegulorku frá sér. Þær gætu því verið frá nifteindastjörnu en ef svo væri mætti búast við að hringrásin væri ekki svona stöðug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?