fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Vildi bara hjálpa nágranna sínum en endaði á að drepa hann

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem vildi koma nágranna sínum til bjargar eftir að hafa heyrt neyðaróp hans varð honum óvart að bana í furðulegu slysi í vikunni. Atvikið átti sér stað á miðvikudag í bænum Adams í Massachusetts í Bandaríkjunum.

Þannig er mál með vexti að nágranni mannsins, hinn 27 ára gamli Joshua Jadusingh, átti tvo pitbull-hunda. Eitthvað varð til þess að þeir réðust á hann og heyrði maðurinn neyðarópin í  Joshua sem tókst með naumindum að koma sér undan og loka sig af inni í herbergi.

Nágranni Joshua brást skjótt við, ruddist inn vopnaður lásboga og skaut að öðrum hundinum. Ekki vildi betur til en svo að örin strauk hnakkadrambið á hundinum, fór í gegnum hurðina og í Joshua sem lést af sárum sínum.

Lögregla hefur gefið það út að maðurinn verði ekki ákærður vegna málsins. Lásboginn var skráður og því ekkert sem bannaði notkun á honum í aðstæðum sem þessum.

Andrea Harrington segir að mennirnir hafi þekkst vel og verið góðir vinir. Þá vissi hann að barn var á heimili Joshua en það slapp ómeitt frá þessum ósköpum. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður og ég held að hann hafi reynt að gera sitt besta,“ segir saksóknarinn Andrea Harrington.

Hundarnir, sem höfðu verið til vandræða og voru yfirleitt lokaðir í sitthvoru búrinu, voru skotnir eftir að þeir reyndu að ráðast á lögreglumenn sem komu á vettvang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð