fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Keypti úr fyrir 43.000 krónur fyrir 46 árum – Trúði ekki hvað hann getur fengið fyrir það í dag

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1974 keypti maður nokkur Rolex-úr í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Fyrir það greiddi hann sem svarar til um 43.000 íslenskra króna. Nýlega kom hann fram í bandarísku útgáfunni af „Antiques Roadshow“ þar sem hann lét verðmeta úrið. Óhætt er að segja að manninum hafi brugðið mjög þegar honum var sagt að í dag geti hann fengið sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna fyrir úrið.

En ekki nóg með það því sérfræðingurinn vildi ekki útiloka að hann gæti fengið töluvert meira fyrir úrið eða sem svarar til allt að 86 milljóna íslenskra króna vegna þess hversu góðu ástandi úrið er í. CNN skýrir frá þessu.

CBS birti myndbandið, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, á Twitter þar sem er hægt að sjá viðbrögð mannsins við þessum fréttum.

Í „Antiques Roadshow“ kemur einnig fram að hér sé ekki um venjulegt úr að ræða því það sé af mjög sjaldgæfri tegund Rolex-úra sem heitir „Rolex Oyster Cosmograph Reference No. 6263“.

Eigandinn sagðist hafa keypt úrið vegna þess að hann hafði heyrt að það væri vatnsþétt og hann gæti því verið með það á sér þegar hann væri að kafa. Hann var í flughernum á þessum tíma og fékk tíu prósent afslátt af úrinu þegar hann keypti það og lét senda til herstöðvarinnar þar sem hann var staðsettur. Úrið fékk hann sent í apríl 1975. En þegar hann fékk þetta glæsilega úr, sem kostaði hann tæp mánaðarlaun, tímdi hann ekki að nota það í saltvatni og setti það þess í stað í bankahólf þar sem það hefur verið í tæp 40 ár. Hann tók það örsjaldan úr hólfinu og þá aðeins til að kanna hvort það virkaði.

Verðmatið byggist á að úrið er í fullkomnu standi og ekki skemmir fyrir að maðurinn á enn ábyrgðarskírteinið og kvittanirnar fyrir kaupunum. Auk þess á hann enn upprunalega bæklinginn sem fylgdi með úrinu og kassana tvo sem það kom í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca