fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Tveir stúdentar eiga fangelsisdóm yfir höfði sér – Fölsuðu prófskírteini og læknisvottorð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:00

Frá Kaupmannahöfn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir háskólastúdentar í Kaupmannahöfn eiga fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að upp komst að þeir voru aðeins of duglegir við að nota klippa/klístra möguleikann í tölvunum sínum. Talsmaður lögreglunnar segir að fólkið verði ákært og þurfi því að mæta fyrir dóm.

TV2 skýrir frá þessu. Samkvæmt frétt miðilsins þá er annarsvegar um 24 ára karlmann að ræða sem var staðinn að því síðastliðið haust að hafa breytt einkunnum sínum í tengslum við atvinnuumsókn. Hinsvegar er um 24 ára konu að ræða sem er grunuð um að hafa tvisvar á síðasta ári falsað læknisvottorð til að koma sér undan að mæta í próf.

Starfsfólki skólans fannst vottorðin grunsamleg og rannsakaði þau betur. Á öðru þeirra var fölsuð undirskrift læknis en á hinu var engin undirskrift.

Bæði hafa viðurkennt falsið og eiga 30 til 40 daga fangelsi yfir höfði sér.

Lögreglan í Kaupmannahöfn fær um 30 mál af þessu toga til rannsóknar á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu