fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Pressan

Dularfull hvörf danskra úlfa

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. september 2019 18:00

Þessi var skotinn af ósáttum Dana. Mynd:DTU

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2012 hafa sjö danskir úlfar horfið sporlaust. Þegar talað er um að úlfur sé „horfinn“ þýðir það að ekki hefur sést til hans eða ummerki fundist eftir hann í ákveðinn tíma. Er þá gengið út frá því að dýrið sé dautt.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Haft er eftir Peter Sunde, hjá Bioscience hjá Árósaháskóla, að dánartíðni danskra úlfa sé „óútskýranlega há“. Hann sagði að engin föst skilgreining væri til um hvenær úlfur telst horfinn en þegar hann hafi ekki sést í langan tíma sé gengið út frá að hann sé horfinn.

„Við erum með þumalputtareglu sem segir að ef við finnum ekki ummerki um hann innan árs þá göngum við út frá að hann sé dauður.“

Gengið er út frá því að dýrin séu dauð frekar en að þau hafi farið til Þýskalands, sem er eina landið sem er landfast við Danmörku, þar sem ferðir þeirra væru skráðar.

Nú er talið að fimm fullorðnir úlfar og sex ylfingar séu í Danmörku. Stofninn er því frekar lítill og því er dánartíðnin óvenjulega há ef miðað er við að sjö dýr séu dauð.

Sunde sagðist telja líklegt að ólöglegar veiðar séu stundaðar á úlfum í Danmörku en þeir eru alfriðaðir. Upp hefur komist um eitt mál þar sem úlfur var drepinn og er það mál enn til meðferðar í dómskerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?

Hvað þýðir það þegar hundurinn þinn liggur á bakinu?
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings