fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Pressan

Handtekinn eftir 34 ár á flótta – Gíslataka, pyntingar og morð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 06:45

Eftirlýsing FBI á hendur Hasan Izz-Al-Din. Mynd:FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Dean Stethem var aðeins 23 ára þegar hann var skotinn í ennið og líki hans hent út um dyr á flugvél niður á sjóðandi heitt malbikið á flugvellinu í Beirút í júní 1985. Morðinginn var einn þeirra flugræningja sem höfðu rænt flugi TWA 847 daginn áður þegar vélin millilenti í Aþenu.

Um borð voru 153 farþegar og áhafnarmeðlimir. Allir sluppu á lífi nema Robert. Flugræningjarnir sluppu. Þrátt fyrir að 34 ár séu liðin síðan þetta gerðist er málið ekki gleymt. Því fékk einn hinna meintu flugræningja, líbanskur karlmaður á sjötugsaldri, að kynnast á fimmutdaginn þegar hann kom til grísku eyjunnar Mykonos með skemmtiferðaskipi.

BBC segir að við vegabréfseftirlit hafi komist upp um hann því í tölvukerfinu stóð að hann væri eftirlýstur í Þýskalandi fyrir flugrán og mannrán 1987. Hann var því snarlega handtekinn og er nú vistaður í hámarksöryggisfangelsi og verður þar þar til hægt verður að flytja hann til Þýskalands.

Grísk yfirvöld hafa ekki skýrt frá nafni mannsins en þar sem allir flugræningjarnir þrír eru eftirlýstir á alþjóðavettvangi af bandarísku alríkislögreglunni FBI hlýtur hér að vera um annað hvort Anli Atwa eða Hassan Izz-Al-Din að ræða því sá þriðji var drepinn 2008.

BBC segir að maðurinn hafi verið handtekinn í lok níunda áratugarins og færður fyrir dóm í Þýskalandi en hafi síðan verið notaður í skiptum fyrir lausn Þjóðverja sem hafði verið rænt í Beirút. Hugsanlegt er þó að hér blandist upplýsingar um mál Mohammed Ali Hammadi saman við þetta mál en hann sat í fangelsi í Þýskalandi fyrir aðild að ráninu á flugi TWA auk annarra afbrota.

Flugránið stóð yfir í 17 daga og var vélinni margoft flogið á milli Beirút og Alsír á þessum dögum. Gíslar voru smámsaman látnir lausir gegn eldsneyti eða fyrir lendingarleyfi. En gíslarnir sættu slæmri meðferð og voru barðir og pyntaðir. Að lokum voru þeir þó látnir lausir og flugræningjarnir þrír sluppu á brott.

Málið var erfitt viðureignar því borgarastyrjöld stóð yfir í Líbanon á þessum tíma og ríkti nánast algjör ringulreið í landinu. Hizbollah hryðjuverkasamtökin hafa verið tengd við flugránið en hafa alltaf vísað þeirri tengingu á bug en vitað er að flugræningjarnir tengdust samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður