fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Pressan

Dýrasta viskýsafn heims á uppboði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. september 2019 20:30

Hluti af safninu. Mynd:Sothebys

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október verður einstakt viskýsafn selt á uppboði hjá Sothebys í Lundúnum. Safnið er sagt vera „hið fullkomna safn“. Þetta er dýrasta viskýsafn sem nokkru sinni hefur verið boðið upp. Áætlað söluverð þess er sem svarar til um 630 milljóna íslenskra króna.

Forbes skýrir frá þessu. Eigandi safnsins er Bandaríkjamaður sem vill ekki láta nafn síns getið.

Safnið samanstendur af 567 viskýflöskum og níu tunnum. Því verður skipt upp í 293 einingar þegar það verður boðið upp. Macallan viský er um helmingurinn af safninu, meðal annars er flaska af Macallan frá 1926 í því en hún ein er metin á sem svarar til um 65 milljóna íslenskra króna.

Einnig eru afbrigði af Mortlach, Glenlivet og Glenfiddich í safninu. Áhugasamir geta lesið sér nánar til um safnið á vef Sothebys.

Uppboðshúsið hefur eftir eiganda safnsins að hann hafi byrjað að safna viskýi og hafi fljótlega áttað sig á að ef hann legði mikinn tíma og væri vandfýsinn á viský gæti honum tekist að koma upp mikilvægu og einstöku safni. Eftir tveggja áratuga söfnun finnist honum safnið einstakt og nú sé hann reiðubúinn til að deila safninu með söfnurum um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður