fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kona fannst yfirgefin á norskri eyðieyju – Var skilin þar eftir í kjölfar deilna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 08:00

Furuholmen. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt mál kom inn á borð norsku lögreglunnar á þriðjudaginn. Þá var henni tilkynnt um konu sem stóð á eyju, sem heitir Furuholmen, og hrópaði á hjálp. Tilkynnandi þorði ekki að koma henni til aðstoðar því hann var ókunnugur á þessum slóðum og þorði því ekki að sigla nærri eyjunni. Lögreglan sendi því bát á staðinn.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að áður en lögreglan kom á staðinn hafi annar sjómaður verið búinn að bjarga konunni af eyjunni. Lögreglan mætti báti sjómannsins og tók konuna yfir í sinn bát. Hún var síðan flutt til læknisskoðunar. Hún reyndist vera ringluð og þyrst en annars í ágætu ástandi.

Konan sagði lögreglunni að hún hefði verið á ferðalagi en samferðafólk hennar hafi skilið hana eftir á eyjunni eftir að til deilna kom í hópnum. Þar hafði konan, sem er á sextugsaldri, verið í þrjá daga án vatns og matar.

Lögreglan segir að enginn hafi tilkynnt um hvarf konunnar og því var hennar ekki saknað. Lögreglan er nú að rannsaka málið. Ef frásögn konunnar er rétt þá er um refisverðan verknað að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?