fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Milljarðamæringur kom háskólanemum á óvart – „Er honum alvara?“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 22:00

Robert F. Smith

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að milljarðamæringurinn Robert F. Smith hafi komið útskriftarnemum í Morehouse College í Bandaríkjunum á óvart um helgina. Smith flutti ræðu við útskrift 396 stúdenta úr háskólanum þegar hann kom með tilkynningu sem kom öllum í opna skjöldu.

Morehouse College hefur í gegnum tíðina aðallega verið sóttur af svörtum karlmönnum.

Smith tilkynnti að hann ætli að greiða námslán allra útskriftanemendanna 296 eða um 40 milljónir dollara. Það ætti nú ekki að reynast honum ofviða því hann er talinn ríkasti svarti Bandaríkjamaðurinn en eignir hans eru metnar á um 5 milljarða dollara.

„Fyrir hönd þeirra átta kynslóða fjölskyldu minnar sem hafa verið í þessu landi ætla ég að koma með smá innspýtingu fyrir ykkur.“

Sagði hann áður en hann tilkynnti um greiðslu námslánanna. CNN skýrir frá þessu.

David A. Thomas, rektor háskólans, segir gjöf Smith vera „frelsisgjöf“ og segir heildarkostnað hans vegna þessa verða nærri 40 milljónum dollara.

CNN hefur eftir þremur útskriftarnemum að þeir hafi ekki átt von á þessu og hafi varla trúað eigin eyrum þegar þeir heyrðu þetta.

„Við horfðum hver á annan og sögðum: „Er honum alvara? Þetta eru miklir peningar.“

Sagði Robert James við CNN.

Smith hefur auðgast á að fjárfesta í tölvu- og tækniiðnaði. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann lætur gott af sér leiða. Fyrir þremur árum gaf hann Cornell háskólanum í Austin í Texas rúmlega 50 milljónir dollara. Fyrir tveimur árum skrifaði hann undir „the Giving Pledge“ sem er verkefni sem milljarðamæringarnir Warren Buffet og Bill og Melinda Gates standa fyrir. Markmiðið er að fá auðuga Bandaríkjamenn til að gefa helming auðæfa sinna. Þá sagði Smith að hann myndi einbeita sér að því að styðja svarta Bandaríkjamenn og samfélag svartra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig