fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Pressan

Ósáttur við Leaving Neverland – Ver Michael Jackson og bendir á mikilvægt atriði varðandi getnaðarlim hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 05:59

Robson, Jackson og Safechuck eru aðalpersónurnar í Leaving Neverland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin Leaving Neverland hefur vakið upp heitar umræður og miklar tilfinningar að undanförnu. Í henni er fjallað um meint kynferðisofbeldi Michael Jackson gegn ungum drengjum. Nú hyggst bróðursonur Jackson, Taj Jackson, gera nýja heimildamynd um frænda sinn og á hún að segja aðra sögu en Leaving Neverland.

„Þetta verður ekki bara hrós og áróður. Þetta verður ekki: „Sýnum Michael Jackson sem mannvin“. Þetta snýst um að varpa hulunni af öllu því sem hefur verið rætt um á undanförnum 20 til 30 árum.“

Hefur NME eftir Taj Jackson. Hann er sonur Tito Jackson, bróður poppstjörnunnar. Hann eins og aðrir í fjölskyldunnu fylgdust bara með af hliðarlínunni þegar Leaving Neverland var gerð. NME hefur eftir honum að enginn úr fjölskyldu Jackson hafi verið spurður hvort þeir vildu koma að gerð myndarinnar. Af þessum sökum segist hann finna sig knúinn til að búa til sína eigin heimildamynd.

„Myndin hefst með ásökununum 1993 því ég tel að þá hafi þetta allt byrjað. Þar ætla ég því að byrja. Hún á að snúast um samkomulagið sem var gert í einkaréttarmálinu og af hverju hann gerði það. Á einum tímapunkti var hann mjög mótfallinn því að gera sátt og var fúll en lét síðan undan. Af hverju gerði hann það? Þetta á myndin að fjalla um.“

Sagði Taj Jackson og vísar þarna til fyrstu ásakananna á hendur Michael Jackson en 1993 sakaði faðir Jordy Chandler, 13 ára, hann um að hafa brotið kynferðislega gegn piltinum.

Taj Jackons segir að frændi hans hafi samið um greiðslu til foreldra Jody Chandler í einkamáli þeirra gegn honum svo hann gæti einbeitt sér að réttarhöldum í sakamálinu gegn honum. Hann segir að eftir að faðir Chandler hafði fengið þær 20 milljónir dollara sem Michael Jackson féllst á að greiða honum hafi hann ekki viljað fara með málið fyrir dóm sem sakamál. Taj Jackson vonast til að geta haft uppi á Jordy Chandler til að ræða við hann í myndinni en enginn hefur komist í samband við hann síðan 2016.

Það kom fram í málarekstrinum gegn poppgoðinu að Jordy hafði teiknað mynd af getnaðarlimi hans sem passaði við ljósmyndir sem lögreglan tók af getnaðarlimnum við rannsókn málsins. Meðal annars er sagt að Jordy hafi teiknað ákveðna bletti sem voru á limnum en sáust aðeins ef honum var lyft. Taj Jackson segir að teikning Jordy hafi ekki verið rétt því hann hafi teiknað mynd af umskornum lim en poppgoðið hafi ekki verið umskorinn.

„Ætlar einhver að segja mér að strákur, sem á margoft að hafa stundað kynlíf með Michael Jackson, hafi ekki vitað hvernig getnaðarlimur hans leit út? Að hann hafi ekki vitað hvernig limur, sem ekki er umskorinn, lítur út?“

Segir Taj Jackson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stunginn í Vallarhverfi
Pressan
Í gær

Donald Trump náðar Michael Flynn

Donald Trump náðar Michael Flynn
Pressan
Í gær

Mældist á 274 km/klst við Eyrarsundsgöngin

Mældist á 274 km/klst við Eyrarsundsgöngin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta var versti dagurinn í forsetatíð Obama

Þetta var versti dagurinn í forsetatíð Obama
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur ekki gerst í 132 ár

Þetta hefur ekki gerst í 132 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans

Biden ætlar að leggja áherslu loftslagsmálin – John Kerry verður sérstakur sendifulltrúi hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið

Verslunarstjórinn skyldi ekki af hverju rafhlöður seldust svo vel – Síðan sá hann umfjöllun sem skýrði málið
Fyrir 4 dögum

Frábært að vera á fjöllum í svona verðri

Frábært að vera á fjöllum í svona verðri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“