fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fangelsaður fyrir að senda fyrrum eiginkonu sinni 2 krónur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. desember 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

54 ára karlmaður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn nálgunarbanni sem hann hafði verið úrskurðaður í gagnvart fyrrum eiginkonu sinni. Samkvæmt nálgunarbanninu má hann ekki setja sig í samband við hana með neinum hætti.

Þetta var í annað skipti á skömmum tíma sem hann braut gegn nálgunarbanninu. Fyrir nokkrum mánuðum var hann dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sent henni rúmlega 1.500 tölvupósta síðan nálgunarbannið var sett á í janúar. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar og því hefur hann ekki hafið afplánun hans.

Eftir að nýi dómurinn hafði verið kveðinn upp, þann 29. nóvember,  var maðurinn látinn laus því hann hafði setið í gæsluvarðhaldi svo lengi að hann hafði afplánað refsinguna. Hann lofaði dómaranum að hann myndi ekki setja sig í samband við konuna á nýjan leik. En það loforð hélt ekki lengi því aðfaranótt 4. desember réði hann ekki lengur við sig. Hann var þá ofurölvi og sendi konunni þrjár peningamillifærslur með farsímagreiðsluforritinu Mobilepay, hver þeirra var upp á 2 krónur danskar en það svarar til um 36 íslenskra króna.

Það var engin tilviljun að hann sendi henni tvær krónur. Fyrir fjórum árum hélt konan framhjá honum með yfirmanni sínum sem var einnig í hjónabandi. Hann gaf henni tvær krónur sem áttu að vera tákn giftingarhrings þar til þau gætu gengið í hjónaband. Maðurinn hefur síðan þá margoft kallað konuna tveggjakrónu hóru.

Maðurinn var handtekinn á nýjan leik að morgni 4. desember og færður fyrir dómara sem úrskurðaði hann í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann féllst á kröfu lögreglunnar þar um en í henni kom fram að maðurinn hefði á kerfisbundinn hátt ofsótt konuna og að það væri enginn vafi á að hann myndi halda því áfram ef hann gengi laus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?