Þriðjudagur 21.janúar 2020
Pressan

Breskur metsöluhöfundur fannst myrtur

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 13. desember 2019 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðrannsókn er hafin eftir að breski rithöfundurinn Lindsay de Feliz fannst myrt skammt frá heimili sínu í Dóminíska lýðveldinu. Eiginmaður hennar, Danilo, og stjúpsonur hennar, Dani Martinez, hafa verið verið handteknir vegna málsins.

Lík Lindsay fannst grafið í skóglendi skammt frá heimili hennar í Moncoin í gær og leiddi bráðabirgðaniðurstaða krufningar í ljós að hún hafði verið kyrkt.

Lindsay hafði búið í Dóminíska lýðveldinu í um tuttugu ár og skrifað bækur um ýmis málefni. Í einni þeirra skrifaði hún meðal annars um það þegar hún varð fyrir skotárás í landinu árið 2006. Brotist var inn á heimili hennar og var Lindsay stálheppin að komast lífs af. Þá skrifaði hún um þá ákvörðun sína að elta draum sinn og flytja frá Bretlandi til Dóminíska lýðveldisins og gerast köfunarkennari.

Rannsókn á málinu stendur yfir en í breskum fjölmiðlum kemur fram að eiginmaðurinn og stjúpsonurinn séu ekki þeir einu sem liggja undir grun í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Bað fangavörð um að hlaða símann – Fékk tólf ára fangelsi

Bað fangavörð um að hlaða símann – Fékk tólf ára fangelsi
Pressan
Í gær

Boris Johnson er sagður íhuga að flytja efri deild þingsins frá Lundúnum

Boris Johnson er sagður íhuga að flytja efri deild þingsins frá Lundúnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvæntar fréttir af máli Emilie Meng – Lögreglan safnar DNA-sýnum

Óvæntar fréttir af máli Emilie Meng – Lögreglan safnar DNA-sýnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konu gefin hafragrautur í hundaskál og látin sofa á gólfinu

Konu gefin hafragrautur í hundaskál og látin sofa á gólfinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns

Íranskur leyniþjónustumaður handtekinn við heimili Norðmanns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borðar hvorki morgunmat né hádegismat

Borðar hvorki morgunmat né hádegismat