Föstudagur 21.febrúar 2020
Pressan

Segir þingmenn repúblikana í fulltrúadeildinni hafa fengið nóg af Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 19:00

Yfirlýsingaglaður Mikið hefur verið skrafað um múr Donald Trump. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charlie Dent, fyrrum þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir að sumir fyrrum samflokksmanna hans á Bandaríkjaþingi hafi í trúnaði sagt honum að þeir séu „fullir viðbjóðs og útkeyrðir vegna hegðunar forsetans“.

Þetta sagði Dent í þættinum Newsroom á CNN en Dent er pólitískur álitsgjafi hjá sjónvarpsstöðinni. Hann sagði að þingmennirnir standi með forsetanum þessa stundina vegna þrýsting frá flokknum en „þeim gremjist að vera stöðugt settir í þessa stöðu“.

Hann sagði að ríkisstjórn Trump hafi reynt að beina athyglinni frá „Úkraínu hneykslinu“ með því að tilkynna að leiðtogafundur G7 á næsta ári yrði haldinn á Trump National Doral en þeirri ákvörðun var síðar breytt.

„Hér er farið úr einni spillingunni yfir í aðra.“

Sagði hann og bætti við að hann telji atburði sem þessa gera þingmennina bálreiða og að þeir vilji gjarnan losna undan þessu en geti það ekki vegna þrýstings innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil reiði vegna þessarar myndar

Mikil reiði vegna þessarar myndar
Pressan
Í gær

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn

Ný tíðindi í máli Olof Palme – Sérfræðingur telur að morðinginn sé látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Star Wars Airbnb gisting – Eins og að sofa í fjarlægri vetrarbraut

Star Wars Airbnb gisting – Eins og að sofa í fjarlægri vetrarbraut
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skotinn og grafinn undir sólpallinum

Skotinn og grafinn undir sólpallinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir því að Madoff verði sleppt úr fangelsi

Kallar eftir því að Madoff verði sleppt úr fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

30 ára gamall bæklingur getur valdið Michael Bloomberg vandræðum – „Þú getur ekki eytt fortíðinni“

30 ára gamall bæklingur getur valdið Michael Bloomberg vandræðum – „Þú getur ekki eytt fortíðinni“