fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Segir þingmenn repúblikana í fulltrúadeildinni hafa fengið nóg af Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. desember 2019 19:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charlie Dent, fyrrum þingmaður repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir að sumir fyrrum samflokksmanna hans á Bandaríkjaþingi hafi í trúnaði sagt honum að þeir séu „fullir viðbjóðs og útkeyrðir vegna hegðunar forsetans“.

Þetta sagði Dent í þættinum Newsroom á CNN en Dent er pólitískur álitsgjafi hjá sjónvarpsstöðinni. Hann sagði að þingmennirnir standi með forsetanum þessa stundina vegna þrýsting frá flokknum en „þeim gremjist að vera stöðugt settir í þessa stöðu“.

Hann sagði að ríkisstjórn Trump hafi reynt að beina athyglinni frá „Úkraínu hneykslinu“ með því að tilkynna að leiðtogafundur G7 á næsta ári yrði haldinn á Trump National Doral en þeirri ákvörðun var síðar breytt.

„Hér er farið úr einni spillingunni yfir í aðra.“

Sagði hann og bætti við að hann telji atburði sem þessa gera þingmennina bálreiða og að þeir vilji gjarnan losna undan þessu en geti það ekki vegna þrýstings innan flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig