fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Gríðarleg reiði í Belgíu vegna hugsanlegrar reynslulausnar „Skrímslisins frá Charleroi“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 06:00

Marc Dutroux

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg reiði ríkir í Belgíu þessa dagana eftir að dómstóll kvað upp úr um að Marc Dutroux, 62 ára, eigi rétt á að gangast undir nýja geðrannsókn. Ef útkoma hennar verður honum hagstæð gæti svo farið að hann verði látinn laus til reynslu. Það er einmitt reynslulausnin sem fer illa í landsmenn. Dutroux hefur setið í fangelsi í 23 ár en hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð, mannrán og naugðanir á barnungum stúlkum á á tíunda áratugnum.

Fólk hefur mótmælt á götum úti og látið reiði sína í ljós á ýmsan hátt. Dotroux, sem er nefndur „Skrímslið frá Charleroi“ hefur margoft sótt um reynslulausn en þeim beiðnum hefur alltaf verið hafnað. En þessi nýja niðurstaða dómstólsins hefur vakið mál Dotroux til lífs á nýjan leik meðal þjóðarinnar.

Dutroux komst í heimsfréttirnar 1996 þegar upp komst að hann hafði framið nokkur viðurstyggileg morð og beitt barnungar stúlkur kynferðisofbeldi. Á árunum 1995 til 1996 rændi hann, nauðgaði og pyntaði að minnsta kosti sex stúlkur á aldrinum 8 til 19 ára.

1996 tóku allt að 350.000 manns þátt í minningargöngum til að heiðra minningu fórnarlamba Dutroux. Málið sameinaði þessa klofnu þjóð sem hefur árum saman verið klofin í herðar niður vegna ósættis milli norður- og suðurhlutans.

En Dutroux var ekki að komast í kast við lögin í fyrsta sinn 1996. 1989 var hann dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir margar nauðganir. Hann var látinn laus 1992 vegna góðrar hegðunar í fangelsinu.

Ofbeldið hófst á nýjan leik

Fyrstu fórnarlömb hans, eftir að hann var látinn laus, voru tvær átta ára stúlkur sem hann rændi þegar þær voru á leið heim úr skóla í útjaðri Liége í júní 1995. Því næst fór þessi atvinnulausi rafvirki með þær heim í húsið sitt í Charleroi í tæplega 100 km fjarlægð. Þar voru þær læstar inni í klefa í kjallaranum.

Tveimur mánuðum síðar rændu Dutroux og samverkamaður hans, Michel Leliévre, tveimur stúlkum, 17 og 19 ára, sem voru á leið heim eftir að hafa verið að skemmta sér í bænum Oostende í hinum enda landsins. Annar samverkamaður Dutroux, Bernard Weinstein, gróf stúlkurnar lifandi í garðinum við heimili Dutroux. Weinstein endaði daga sína einnig í garðinum þar sem Dutroux gróf hann í nóvember 1995.

Weinstein var eftirlýstur fyrir bílþjófnað og Dutroux var síðar dæmdur fyrir bílþjófnað og fór í fangelsi í fjóra mánuði. Þáverandi eiginkona hans, Michelle Martin, segir að hún hafi ekki þorað að fara niður í kjallara til átta ára stúlknanna og gefa þeim mat á meðan Dutroux var í fangelsi. Hann hafði þó skipað henni að gera það. Litlu stúlkurnar létust úr hungri.

1996 rændu Dutroux og Leliévre tveimur stúlkum, 12 og 14 ára, með nokkurra mánaða millibili. Þegar þeir rændu þeirri 14 ára tók vitni eftir skráningarnúmerinu á sendibíl Dutroux. Það leiddi til að fjórum dögum síðar voru Dutroux, Martin og Leliévre handtekin. Dutroux vísaði lögreglunni á kjallarann þar sem stúlkurnar tvær fundust á lífi. Síðan fundust lík hinna stúlknanna fjögurra og Weinstein.

Rannsóknin á máli Dutroux hefur löngum verið umdeild og umrædd. Margir segja hana ekki hafa verið nægilega góða og að hugsanlega hefði verið hægt að bjarga stúlkunum. Dutroux sagðist vera meðlimur í stórum barnaníðingshring sem tengdist elítu landsins. Engar sannanir fundust fyrir þessu.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi 2004.

Málið hefur kraumað undir yfirborðinu í Belgíu allar götur síðan það kom upp. Fyrir átta árum vakti það mikla reiði þegar Michelle Martin fékk reynslulausn til að geta gengið í klaustur. Hún hafði þá setið í fangelsi í 15 ár og hafði fjórum sinnum áður sótt um reynslulausn. Það mun örugglega valda enn meiri reiði ef Dutroux fær reynslulausn. Ef hann fær reynslulausn verður það 2021 en þá hefur hann setið í fangelsi í 23 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland