Fimmtudagur 14.nóvember 2019
Pressan

Notuðu lifandi grísi í árekstrarprófum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn í Kína hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að nota lifandi svín í árekstrarprófum. Að minnsta kosti sjö grísir drápust í umræddum prófunum og átta hlutu alvarleg meiðsl; innvortis blæðingar eða beinbrot.

Breska blaðið Independent skýrir frá þessu.

Í frétt blaðsins kemur fram að sérfræðingar hafi valið þessa leið við hönnun öryggisbelta fyrir börn. Grísir hafi orðið fyrir valinu vegna þess að líffærafræðileg samsetning þeirra væri svipuð og hjá börnum við sex ára aldur. Var dýrunum komið fyrir á sleða sem var síðan ekið á vegg á tæplega 50 kílómetra hraða.

Grísirnir fengu ekkert að borða í sólarhring fyrir prófin og þá fengu þeir ekki vatn sex tímum áður en prófin fóru fram. Þeim var gefið róandi lyf áður en tilraunin fór fram.

Forsvarsmaður Understanding Animal Research, samtaka sem alla jafna styðja rannsóknir þar sem dýr eru notuð, sagði ekkert réttlæta umrædda tilraun. Ljóst væri að tilraunir sem þessar yrðu aldrei leyfðar í Bretlandi. Þá hafa dýraverndunarsamtökin Peta gagnrýnt tilraunirnar harðlega og sagt þær villimannslegar.

Í frétt Independent er greint frá því að sérfræðingar séu í auknum mæli farnir að nota tölvulíkön í árekstrarprófum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið

Taldi sig hafa fundið snilldarráð til að koma í veg fyrir að kötturinn vekti hann – Sjáðu hvernig kötturinn leysti málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum

Reistu styttu til heiðurs fíkniefnasölum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð

Íbúðin stóð mannlaus í 70 ár – Mögnuð sjón blasti við þegar hún var loks opnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar

Jólagjöfinn fyrir karlinn sem á allt – Eistnabaðkar
Pressan
Fyrir 5 dögum

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest