fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Norska lögreglan er með nafnalista yfir hugsanlega gerendur í máli Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. nóvember 2019 06:00

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn var eitt ár liðið frá því að Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá heimili sínu í Løremskog í útjaðri Osló. Í fyrstu var talið að um mannrán væri að ræða því krafa um lausnargjald var sett fram en nú telur lögreglan að Anne-Elisabeth hafi verið ráðin bani og það jafnvel þennan örlagaríka morgun sem hún hvarf. Lögreglan vinnur enn hörðum höndum að rannsókn málsins og telur líklegt að hægt verði að upplýsa það fyrir áramót. Hún rannsakar nú ákveðna einstaklinga sem gætu hafa átt hlut að máli. TV2 segir að lögreglan sé með nafnalista sem unnið sé út frá.

Ábendingar hafa borist um að þeir, sem eru á listanum, hafi hugsanlega átt hlut að máli. Lögreglan rannsakaði málið sem mannrán í tíu vikur en skipti síðan yfir í annan farveg og hóf morðrannsókn sem stendur enn. Ekkert lífsmark hefur borist frá Anne-Elisabeth síðan hún hvarf. Fjölskylda hennar heldur í vonina um að hún sé á lífi en lögreglan telur nær útilokað að svo sé.

TV2 segir að margir hafi verið yfirheyrðir vegna málsins. Allir hafa þeir haft stöðu vitna í málinu en margir þeirra hafa einnig verið beðnir um að gera grein fyrir ferðum sínum þann 31. október á síðasta ári þegar Anne-Elisabeth hvarf. Samkvæmt heimildum TV2 hefur rannsókn lögreglunnar beinst að ákveðnum brotamönnum og glæpasamtökum til að afla frekari upplýsinga um málið. Við yfirheyrslur og í ábendingum hafa ákveðin nöfn komið upp á fólki sem gæti tengst málinu og er lögreglan að rannsaka hvort þessir aðilar tengist málinu.

Tommy Brøske, sem stýrir rannsókninni, vildi ekki tjá sig um þetta við TV2 en staðfesti að lögreglan sé nú að skoða hugsanlegan þátt nafngreinda aðila í málinu. Hann sagði lögregluna telja að undirbúningur að hvarfi Anne-Elisabeth hafi staðið yfir í marga mánuði áður en látið var til skara skríða. Lögreglan hefur staðfest við VG að blóð hafi fundist á heimili Hagen-hjónanna eftir hvarf Anne-Elisabeth.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku