fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

Tveir látnir eftir hryðjuverkin í London: „Slökktu á vélinni og hlauptu í burtu“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 29. nóvember 2019 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BBC hefur greint frá því að tveir séu látnir eftir árás manns á Lundúnabrú í dag. Maðurinn var vopnaður hníf.

Lögreglumenn skutu mann skammt frá London Bridge í Lundúnum í dag, en maðurinn hafði ráðist að vegfarendum með hníf. Mikil ringulreið skapaðist þegar maðurinn réðst að vegfarendum og lýsa vitni því hvernig fólk hljóp undan manninum. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til eða hvort hann hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Breska lögreglan rannsakar þó árásina sem hryðjuverk.

Vitni hafa tjáð sig við BBC og sagt frá því sem þau sáu. Amanda Hunter, sem var í strætó á brúnni þegar árásirnar áttu sér stað, er ein þeirra sem segir frá. „Allt í einu stoppaði strætisvagninn og ég heyri einhver læti. Ég leit út um gluggann og sá þessa þrjá lögreglumenn gera atlögu að manni,“ segir Amanda. „Það virtist vera sem hann hefði eitthvað í höndunum, ég er ekki hundrað prósetnt viss. Síðan skaut einn lögreglumaðurinn hann.“

Strætóbílstjórinn Mustafa Salih, var á leiðinni í átt að Lundúnabrú þegar hann sá lögreglubílana og vegalokanirnar. Hann segir lögreglumann hafa komið upp að sér og sagt við sig: „Slökktu á vélinni og hlauptu í burtu.“ Mustafa segirst síðan hafa litið upp og séð fjölda fólks flýta sér af brúnni. „Ein konan var grátandi. Ég hljóp í burtu. Þetta var allt mjög hræðilegt þar sem við vissum ekkert hvað var í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?

Vildu semja um lausnargjaldið – Af hverju öll þessi símtöl?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða

Handtekinn 10 mánuðum eftir að 36 létust í eldsvoða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun

Japanir ræða um 26 þúsund króna ferðaávísun
Fyrir 4 dögum

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns

Kynning á veiðisvæðum Þingvallavatns og Úlfljótsvatns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar

Ætlaði að skila vörum við kassann – Óvænt viðbrögð afgreiðslustúlkunnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“

Fjórir lögreglumenn reknir úr starfi eftir andlát svarts manns – „Það sem ég sá var svo rangt“