fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Pressan

Ætluðu að stofna nýjan nasistaflokk: „Fröken Hitler“ handtekin – Vopn og sprengiefni haldlögð

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 29. nóvember 2019 22:00

Hér má sjá hluta af því sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Ítalíu framkvæmdi húsleitir á nítján stöðum og lagði meðal annars hald á mikið magn skotvopna í aðgerð fyrr í þessari viku. Nokkrir voru handteknir í aðgerðum lögreglu.

Málið tengist fyrirhugaðri stofnun nýs nasistaflokks á Ítalíu. Liðsmenn flokksins eru sagðir ekki hafa ætlað að fara leynt með hrifningu sína á nasisma og andúð í garð útlendinga. Að því er fram kemur í frétt BBC beindust aðgerðirnar til að mynda gegn tveimur konum, sem gengu annars vegar undir nöfnunum „liðþjálfi Hitlers“ og hins vegar „Fröken Hitler“.

Eins og að framan greinir lagði lögregla hald á talsvert magn vopna, bæði skotvopna og sprengiefnis.

Farið var í aðgerðirnar á grundvelli laga sem sett voru árið 1952, en þau kveða á um bann við tilraunir þess efnis að endurvekja Fasistaflokkinn sem Benito Mussolini stofnaði. Að sögn lögreglu hefur verið fylgst náið með hópnum í tvö ár. Eru meðlimir samtakanna sagði hafa unnið að því hörðum höndum að auka tengsl og samstarf við öfgahægrimenn í öðrum Evrópuríkjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann

Sá allt – Jordan hafði í hótunum við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einn frægasti krókódíll heims er dauður

Einn frægasti krókódíll heims er dauður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein

Dregur Bill Clinton inn í mál Jeffrey Epstein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum

Leðurblökukonan segir að COVID-19 sé bara toppurinn á ísjakanum
Fyrir 5 dögum

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu

Gaman að veiða á Vatnasvæði Lýsu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu

Lufthansa fær 9 milljarða evra frá þýska ríkinu