Sunnudagur 08.desember 2019
Pressan

Póststarfsmaður dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi fyrir morð og nauðgun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ágúst var Uyinene Mrwetyana, 19 ára, nauðgað og síðan var hún myrt þegar hún fór á pósthús í Höfðaborg í Suður-Afríku til að sækja pakka. Það var starfsmaður á pósthúsinu, Luyanda Botha, sem það gerði. Hann hefur nú verið dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi fyrir ódæðisverkið.

Nokkru áður en hún var myrt hafði Uyinene farið á pósthúsið til að spyrjast fyrir um pakkann. Botha hafði síðan samband við hana og sagði henni að pakkinn væri kominn. Þegar hún kom á pósthúsið réðst hann á hana að sögn saksóknara. Hann nauðgaði henni en hún barðist á móti. Hann lamdi hana síðan í höfuðið með þungum hlut og læsti lík hennar síðan inni í peningaskáp.

Hann losaði sig síðan við líkið. Eftir handtökuna játaði hann að hafa myrt Uyinene og vísaði lögreglunni á lík hennar.

Suður-Afrískar konur eru margar hverjar ósáttar við dóminn yfir honum sem og aðra dóma í ofbeldismálum gegn konum en ofbeldi gagnvart konum er landlægt vandamál í landinu. Þær telja margar að dómarnir hafi ekki fælingaráhrif og vilja að dauðarefsingar verði teknar upp.

„Á meðan dauðarefsingum er ekki beitt eru refsingar ekki nægilega þungar.“

Skrifaði ein á Twitter og önnur skrifaði:

„Enginn hefur rétt til að taka annað líf en Botha á ekki skilið að lifa eftir að hafa svipt Uyinene lífi. Það ætti að taka dauðarefsingar upp aftur. Hlustið á okkur! Líf fyrir líf!“

Morðtíðni á konum í Suður-Afríku, þar sem konur eða stúlkur eru myrtir af ásetningi, eru ein sú hæsta í heiminum segir Rachel Jewkes forstjóri What Works to Prevent Violence Against Women and Girls.

„Daglega eru þrjár konur drepnar af eiginmanni eða unnusta í Suður-Afríku, þetta er miklu hærra en í öðrum löndum.  Þetta er miklu hærra en í Evrópu og Ástralíu.“

Á síðasta ári voru rúmlega 2.700 konur og 1.000 börn myrt í Suður-Afríku. Kærðar nauðganir voru rúmlega 30.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Fyrir 3 dögum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum