fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Líf fjölskylduföður í rúst eftir innbrot

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 10:47

Ben er hér til vinstri en Ricky er til hægri á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Batterham, fjölskyldufaðir einn í Ástralíu, hefur verið sýknaður af ákæru um manndráp eftir að hann varð innbrotsþjófi að bana við heimili sitt í Newcastle á austurströnd Ástralíu.

Það var aðfaranótt 26. mars 2016 að Ben varð var við óvenjulegar mannaferðir á heimili sínu sem hann deildi með eiginkonu og ungri dóttur. Þegar betur var að gáð var óþekktur karlmaður í húsinu, óreglumaður að nafni Ricky Slater.

Ben nálgaðist þjófinn og reyndi að hrekja hann á brott. Til átaka kom á milli þeirra og þegar Ricky lagði á flótta reyndi Ben að hlaupa hann uppi. Þeir slógust þar til Ricky féll örendur niður. Þegar lögregla kom á vettvang andaði hann ekki og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi nokkru síðar.

Ben var ákærður fyrir manndráp í kjölfarið en óhætt er að segja að málið hafi vakið athygli í Ástralíu og spurningar um friðhelgi heimilisins og rétt manna til að verjast innbrotsþjófum. Umrætt kvöld var innbrotsþjófurinn Ricky undir áhrifum metamfetamíns en í fórum hans fundust einnig þrír hnífar, skæri, þrír nýir iPhone-símar, fjórar MDMA-töflur og önnur fíkniefni.

Krufning leiddi í ljós að magn metamfetamíns í blóði Rickys var vel yfir hættumörkum. Þannig geta 0,54 millígrömm reynst banvæn en 0,71 millígrömm mældust í blóði Ricky. Þá voru meðal annars áverkar á hálsi innbrotsþjófsins. Dánarorsök var nokkuð á reki en hugsanlegt var talið að Ricky hafi dáið af völdum of stórs skammts af fíkniefnum, af völdum hjartaáfalls eða vegna áverka sem hann fékk í slagsmálunum.

Saksóknarar töldu sig þó hafa gott mál í höndunum og fór svo að ákæra var gefin út á hendur Ben vegna dauða Ricky.

Réttarhöldin hófust í málinu þann 4. nóvember og lauk þeim í gær með sýknudómi kviðdóms. Fyrir rétti sagðist Ricky aldrei hafa ætlað að valda Ricky alvarlegum skaða. Hann viðurkenndi þó að hafa verið reiður og viljað endurheimta það sem Ricky hafði á brott með sér.

Winston Terracini, verjandi Ben, sagði fyrir skemmstu að líf skjólstæðings síns væri rústir einar eftir atvikið. Hann hefði bæði fengið líflátshótanir, glímdi við áfallastreituröskun og hefði fengið taugaáfall. Nú ætti Ben þó að geta horft fram á veginn eftir sýknudóminn í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri