Föstudagur 06.desember 2019
Pressan

Viðsnúningur hjá grænlenskum stjórnmálaflokki – Vill ekki lengur sjálfstætt Grænland

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 07:59

Ittoqqortoormiit. Afskekktasta þorp Grænlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlenski stjórnmálaflokkurinn Atassut hefur í nokkur ár stutt hugmyndir um sjálfstæði Grænlands en hefur nú ákveðið að hætta því. Stefnubreytingin var gerð um leið og flokkurinn skipti um formann í byrjun mánaðarins.

Sermitsiaq skýrir frá þessu. Fram kemur að í framtíðinni muni flokkurinn styðja ríkjasambandið við Danmörku. Á undanförnum árum hafði flokkurinn stutt hugmyndir um sjálfstæði frá Danmörku en þar áður vildi hann að Grænland væri áfram í ríkjasambandi við Danmörku.

Nýr formaður flokksins, Aqqalu Jerimiassen, segir að það hafi verið „ein stærstu mistök“ flokksins þegar hann hvarf frá stuðningi við ríkjasambandið á sínum tíma. Hann sagði einnig að Grænlendingar eigi að vera stoltir yfir nánum böndum landsins við Danmörku. Ekki sé raunhæft að stefna á sjálfstæði í fyrirsjáanlegri framtíð og þess utan séu Grænlendingar ekki tilbúnir til að verða sjálfstæðir. Flokkurinn hefur áratugum saman fengið einn þingmann kjörinn á danska þingið, en þar eiga Grænlendingar tvo fulltrúa, en í síðustu kosningum fékk flokkurinn engan mann kjörinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sönnunargagn varð lögmanni að bana í réttarsal

Sönnunargagn varð lögmanni að bana í réttarsal
Pressan
Í gær

Er þetta ástæðan fyrir andfýlunni?

Er þetta ástæðan fyrir andfýlunni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstór fíkniefnafundur spænsku lögreglunnar – 631 kíló af metamfetamíni

Gríðarstór fíkniefnafundur spænsku lögreglunnar – 631 kíló af metamfetamíni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndibitakeðja í mótvindi eftir að hafa rofið tengslin við íhaldssöm kristin samtök

Skyndibitakeðja í mótvindi eftir að hafa rofið tengslin við íhaldssöm kristin samtök