fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Er með 3,8 milljarða í árslaun og telur ójöfnuðinn vera orðinn of mikinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. nóvember 2019 18:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Dimon, bankastjóri hjá bandaríska stórbankanum J.P. Morgan Chase er með sem svarar til um 3,8 milljarða íslenskra króna í árslaun. Hann telur að ójöfnuðurinn í bandarísku samfélagi sé nú orðinn of mikill og er óhætt að segja að þetta komi úr óvæntri átt.

Í fréttaskýringaþættinum „60 Minutes“ sagði hann að honum finnist ójöfnuðurinn vera orðinn mikið vandamál.

„Þeir ríku eru orðnir ríkari en millistéttin hefur staðið í stað síðustu 15 árin. Þetta er ekki gott fyrir Bandaríkin.“

Sagði hann.

Þessi ummæli hans komu eftir að Elizabeth Warren, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi demókrata á næsta ári, réðst harkalega á ríkustu Bandaríkjamennina, þar á meðal milljarðamæringa, fjárfesta og Leon Cooperman forstjóra vogunarsjóðs.

Dimon sagði að það væru sérstaklega þeir sem væru á lægri enda tekjulistanna sem hefðu verið skildir eftir. Hann sagði að hugsanlega væri hægt að draga úr misskiptingunni með því að breyta lágmarkslaunum og beina skattalækkunum að millistéttinni og lágt launuðum.

Hann vísar því þó á bug að hans eigin laun skipti máli í umræðunni þar sem hann ráði engu um þau, það sé stjórn bankans sem ákvarði þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk