fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Þetta eru mest pirrandi týpurnar á Facebook

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. nóvember 2019 07:00

Hvernig týpa ætli þetta sé?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Já, þú þekkir þessar týpur örugglega. Þessar pirrandi týpur sem láta mikið á sér bera á Facebook. Hér ætlum við að nefna nokkrar pirrandi týpur til sögunnar en kannski þekkir þú fleiri slíkar?

Týpan sem staðfestir það augljósa. Hver kannast ekki við þessa týpu á Facebook? „Það snjóar!“, „Það er sólskin“, „Æ, nú er rigning!“. Þetta vissum við öll því við erum með glugga og höfum sjálf farið út úr húsi.

Týpan sem tjékkar inn hvar sem hún kemur. Þetta er týpan sem tjékkar inn þegar hún fer í ræktina, á skyndibitastaðinn, í Smáralind eða í bíó. Hún gerir sér enga grein fyrir að þetta er eins áhugavert og að horfa á málningu þorna.

Týpan sem tjáir sig um allt. Nú ertu örugglega með einhvern ákveðinn af vinalista þínum í huga. Týpuna sem hefur skoðun á öllu, allt frá jarðgangagerð í Grímsey til hellulagningar á bílastæði í Kópavogi. Þetta er týpan sem skrifar athugasemdir við allt á Facebook og þá erum við að tala um allt.

Týpan sem vill fá athygli. Öll lendum við í því að líða illa og vera niðurdregin en af hverju að skrifa það á Facebook og þá á þann hátt að lesendur verði að biðja um meiri upplýsingar? Það sjá allir að viðkomandi vill bara að fólk spyrji hann hvað ami að.

Týpan sem skilur Facebook bara ekki. Þetta er kannski ein af mest pirrandi týpunum á Facebook. Þessi týpa skilur ekki þennan samfélagsmiðil. Í þessu flokki eru foreldrar og afar og ömmu. Þau skrifa afmæliskveðjur til þín á sinn eiginn vegg og því eru líkurnar á að þú sjáir kveðjurnar ansi nálægt núlli. Það er heldur ekki spennandi myndefni að birta myndir af barnabörnunum með bleiu. Það höfðar hvorki til barnabarnanna né annarra.

Týpan sem deilir óviðeigandi myndefni. Öll viljum við bjarga heiminum og það er auðvitað gott og blessað. En það er ekki alltaf viðeigandi að deila myndbandi af pöndu sem hefur það skítt eða ísbirni sem er heitt á Norðurpólnum. Flestir vita að þetta á sér stað og við tökum sjálf afstöðu til hvernig við viljum bjarga heiminum. Myndbirtingar sem þessar valda slæmri samvisku hjá mörgum og það er óviðeigandi að dæla svona myndum út á Facebook.

Matartýpan. Ef þú hefur ekki í hyggju að bjóða mér í kvöldmat þá er engin ástæða til að birta myndir af bráðholla pottréttinum sem þú ert að elda eða heimagerða múslíinu.

Keðjubréfatýpan. Þetta er auðvitað týpan sem sendir út keðjubréf á Facebook. „Deildu þessari færslu með fimm bestu vinum þínum og þú vinnur í lottó og verður hamingjusamur að eilífu.“ Einmitt, það gerist örugglega ef maður deilir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“

Enn versnar staðan hjá Andrew prins – „Ég sá hann dansa við unga stúlku alla nóttina“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar