fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Pressan

Kynfræðingurinn leysir frá skjóðunni – Þetta ættu allir karlar að vita um konur og kynlíf

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynfræðingurinn Katrine Berling hefur á undanförnum árum verið með rúmlega 250 konur á svokölluðum Yoniversnámskeiðum en þar er athyglinni beint að kynhvöt og kynvitund kvenna. Hún hefur nú birt nokkur stutt myndbönd þar sem hún fjallar um eitt og annað sem kemur fram á þessum námskeiðum. Þar ræðir hún meðal annars um tvennt sem konur vilja mjög gjarnan að karlar viti.

„Fyrir margar konur er mikilvægt að yfir daginn hafi verið eitthvert form snertingar eða nándar til að þær geti opnað sig kynferðislega. Konur eiga stundum erfitt með að vera til staðar undir kynlífi, hugsanir þeirra fljúga vítt og breitt. En ef þær hafa upplifað snertingu og nærveru yfir daginn geta þær oft slakað meira á og notið kynlífsins betur. Það er því gott ráð að hafa í huga að forleikurinn hefst við síðustu fullnægingu og að forleikur er einnig stutt sms, innileg snerting, faðmlag eða tebolli. Konur vilja finna að það sé tekið eftir þeim.“

Gefðu þér tíma

Segir hún og ráðleggur körlum að gefa sér góðan tíma því það taki oft langan tíma að kveikja áhuga þeirra og löngun í kynlíf. Af þeim sökum þurfi margar konur fleiri kossa og snertingu til að kveikja löngun þeirra.

„Byrjaðu með kossum og kærleiksmerkjum áður en þú færir þig á kynnæmu svæðin. Þegar þú kemur að þeim skaltu byrja yst og færa þig innar. Ekki fara beint í geirvörtuna, byrjaðu á brjóstinu og færðu þig inn að. Ekki byrja á snípnum eða með að setja fingur inn í leggöngin, notaðu tíma í innanverð lærin, magann og skapabarmana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hitabeltisstormur gæti skollið á milljónaborg í fyrsta sinn í 129 ár

Hitabeltisstormur gæti skollið á milljónaborg í fyrsta sinn í 129 ár
Pressan
Í gær

Einn sá efnilegasti á unga aldri – Tók heróín 21 árs – „Þá byrjaði helvítið“

Einn sá efnilegasti á unga aldri – Tók heróín 21 árs – „Þá byrjaði helvítið“
Pressan
Í gær

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Fyrir 2 dögum

Systurnar settu í átta fiska

Systurnar settu í átta fiska
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var sú fyrsta til að deyja – Lengi var dánarorsökin ráðgáta

Hún var sú fyrsta til að deyja – Lengi var dánarorsökin ráðgáta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hótar að beita hervaldi ef mótmælin verða ekki bæld niður

Trump hótar að beita hervaldi ef mótmælin verða ekki bæld niður