fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Er búið að setja Jóakim Danaprins út í kuldann?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag í síðustu viku var ákveðið á hefðbundnum fundi Margrétar II Danadrottingar með forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er Mette Frederiksen, að Mary, krónprinsessa, skyldi útnefnd sem ríkisstjóri. Í því felst að hún getur nú verið staðgengill Margrétar II þegar hún getur ekki sinnt starfi sínu sem þjóðhöfðingi vegna fjarveru eða veikinda.

Mary er áströlsk og er gift Friðrik krónprins. Það þykja nokkur tíðindi í Danmörku að hún hafi nú fengið þetta hlutverk því fyrir voru það aðeins Jóakim prins, sonur Margrétar II og þar af leiðandi bróðir Friðriks, og Benedikte prinsessa, systir Margrétar, sem höfðu þennan titil. Friðrik krónprins hefur ekki þennan titil því sem krónprins og þar með erfingi krúnunnar fær hann titilinn þjóðhöfðingi þegar móðir hans getur ekki sinnt starfsskyldum sínum heima við.

Ýmsir sérfræðingar í málefnum dönsku konungsfjölskyldunnar telja að með þessu hafi staða Mary innan fjölskyldunnar verið gulltryggð og um leið hafi Jóakim verið ýtt langt til hliðar. Hann býr nú í París þar sem hann stundar nám við franskan herskóla.

Er Margrét Þórhildur búin að ýta Jóakim út í kuldann?

Jóakim virðist hafa átt á brattanna að sækja undanfarin misseri, bæði innan konungsfjölskyldunnar og opinberlega. Almennt er almenningur ekki eins hrifinn af honum og krónprinsinum. Jóakim þykir yfirmáta snobbaður og úr tengslum við almenning. Krónprinsinn þykir hins vegar mjög alþýðlegur og viðkunnanlegur og kippir sér ekki upp við að fólk gleymi að þéra hann en slíku tekur Jóakim mjög illa.

Einnig hefur verið bent á að með þessu nýja hlutverki sínu sé búið að staðfesta að Mary passi vel í hlutverk drottningar þegar Margrét II fellur frá eða afsalar sér krúnunni.

Þetta er aðeins í annað sinn sem ríkisstjóra titillinn fellur í hlut manneskju sem ekki er af dönskum konungsættum. Á undan Mary var það Ingiríður, móðir Margrétar II, sem fékk þennan titil. Hún var hins vegar af sænskum konungsættum. Hún var útnefnd ríkisstjóri eftir að faðir Margrétar lést því hún fór nánast aldrei úr landi og átti því auðvelt með að sinna hlutverkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf