Fimmtudagur 23.janúar 2020
Pressan

Ætla að grafa lík þekkts glæpamanns upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa fallist á beiðni ættingja glæpamannsins John Dillinger um að fá að opna gröf hans. Ættingjarnir telja að það sé ekki lík Dillinger sem er í gröfinni, sem er í Crown Hill kirkjugarðinum í Indianapolis, sem er frá 1934. Þá höfðu bandarískir alríkislögreglumenn skotið hann til bana.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að fjölskyldan hafi þrýst á að fá að opna gröfina til að hægt sé að ganga úr skugga um hvort það sé lík Dillinger sem er í henni eður ei.

Dillinger var á fjórða áratugnum sagður „mesti óvinur samfélagsins“. Hann var skotinn til bana í Chicago 1934 af alríkislögreglumönnum. Hann var síðan jarðsettur í Indianapolis.

Áætlað er að gröfin verði opnuð þann 31. desember næstkomandi en kirkjugarðsyfirvöld leggjast gegn þessu og reyna nú að stöðva ferlið og hafa leitað til dómstóla í því skyni.

Michael Thompson, frændi Dillinger, og fleiri ættingjar telja að alríkislögreglan hafi „drepið rangan mann“ 1934. Þeir segjast hafa sannanir fyrir að sé sem hvílir í gröfinni sé með annan augnalit og önnur fingraför en Dillinger.

Alríkislögreglan hefur vísað þessu á bug og segir að hér sé bara um enn eina „samsæriskenninguna“ að ræða. Segja talsmenn hennar að mikið af upplýsingum og gögnum liggi fyrir sem sanni að það var Dillinger sem var drepinn í Chicago. Þar á meðal séu þrjú fingraför sem passi öll við fingaför Dillinger.

Dillinger var einn þekktasti glæpamaður Bandaríkjanna á fjórða áratugnum þegar kreppan var í algleymingi og atvinnuleysi mikið. Honum tókst tvisvar að flýja úr fangelsi og 10.000 dollurum var heitið í verðlaun fyrir handtöku hans. Hann var foringi Dillingerhópsins sem stóð að fjölda bankarána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Borgaði fyrir brúðkaup dóttur sinnar – Síðan gerðist það sem dóttirin taldi óhugsandi

Borgaði fyrir brúðkaup dóttur sinnar – Síðan gerðist það sem dóttirin taldi óhugsandi
Pressan
Í gær

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Í gær

Ástralski ferðamannaiðnaðurinn fær milljónahjálp í kjölfar gróðureldanna

Ástralski ferðamannaiðnaðurinn fær milljónahjálp í kjölfar gróðureldanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleymdu 37 gráðunum – Eðlilegur líkamshiti er lægri

Gleymdu 37 gráðunum – Eðlilegur líkamshiti er lægri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinn ógnvekjandi sannleikur um það hvernig sykur spillir nætursvefninum

Hinn ógnvekjandi sannleikur um það hvernig sykur spillir nætursvefninum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti notaðan sófa: Það var góð ástæða fyrir því að hann var svona harður

Keypti notaðan sófa: Það var góð ástæða fyrir því að hann var svona harður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rammvilltur ökumaður – Ók marga kílómetra eftir gönguskíðabraut

Rammvilltur ökumaður – Ók marga kílómetra eftir gönguskíðabraut
Fyrir 3 dögum

Laxveiðin næsta sumar eitt stórt spurningamerki

Laxveiðin næsta sumar eitt stórt spurningamerki