Sunnudagur 19.janúar 2020
Pressan

Læknirinn dæmdur í 40 ára fangelsi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 4. október 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir í Virginíuríki í Bandaríkjunum, Joel Smithers, hefur verið dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að skrifa út lyfseðla fyrir ópíóíðalyf. Alls skrifaði hann út 500 þúsund skammta á innan við tveimur árum á læknastofu sinni í Martinsville, en íbúar þar eru einungis 13 þúsund.

Lögregla fékk veður af málinu árið 2017 og var húsleit gerð í kjölfarið. Margir af skjólstæðingum hans voru meðal annars langt leiddir fíkniefnaneytendur sem neyttu lyfjanna sjálfir eða einstaklingar sem seldu þau áfram fyrir hagnað. Mörg þessara lyfja voru mjög sterk, til dæmis fentanyl og oxycodone. Talið er að minnst ein kona hafi látist vegna lyfja sem Joel ávísaði fyrir hana.

Jesse Fong, einn af yfirmönnum fíkniefnalöggæslunnar í Bandaríkjunum (DEA), segir að Joel hafi í raun verið stórtækur dópsali. Hann hafði læknastofu sína stundum opna fram að miðnætti, slík var eftirspurnin eftir lyfjum. Talið er að hann hafi haft um 700 þúsund dali, um hundrað milljónir króna, upp úr krafsinu.

Joel neitaði sök í málinu og sagði skjólstæðinga sína hafa leikið á sig; hann hafi treyst fólki sem hann hefði ekki átt að treysta. Thomas Cullen, saksóknari Bandaríkjanna, segir að refsingin, 40 ára fangelsi, sé sanngjörn. Líklegt má telja að dómnum verði áfrýjað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum

Falskur foringi dró sænska herinn á asnaeyrunum árum saman: Fék háar stöður og hafði aðgang að leyndamálum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni

Brjálaðist um borð í flugvél því enginn vildi stunda kynlíf með henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband

Morðinginn Peter Madsen genginn í hjónaband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur

Ert þú að leita að góðum megrunarkúr? Þá skaltu ekki velja þennan segir næringarfræðingur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn skar liminn af manni sem nauðgaði eiginkonu hans – Á þyngri refsingu yfir höfði sér en nauðgarinn

Eiginmaðurinn skar liminn af manni sem nauðgaði eiginkonu hans – Á þyngri refsingu yfir höfði sér en nauðgarinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA

17 ára piltur uppgötvaði nýja plánetu þegar hann var í starfsþjálfun hjá NASA