fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Handtekinn 37 árum eftir að eiginkonan hvarf

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 4. október 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hefur handtekið karlmann, John Bowie, vegna gruns um að hann hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar árið 1982.

Bowie þessi er 69 ára og starfaði um árabil sem sjúkraflutningamaður.

Það var laugardaginn 5. júní árið 1982 sem Roxlyn Bowie sást síðast á lífi. Roxlyn var úrskurðuð látin fyrir nokkrum árum en þó að brátt séu liðin 40 ár frá hvarfinu hefur lík hennar ekki fundist. Þegar Roxlyn hvarf átti hún tvö börn, 6 og 2 ára.

John hefur þvertekið fyrir það að hafa átt þátt í hvarfi Roxlyn en ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar lögregla hefur sem mögulega varpa ljósi á sekt hans.

Dóttir Roxlyn, Brenda Boyd, segir við fjölmiðla að tilfinningar hafi verið blendnar þegar hún heyrði af handtökunni. Hún þakkaði lögreglu fyrir að leggja ekki árar í bát við rannsókn málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það