Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Lá í rúminu með kærustunni þegar hann sá hreyfingu fyrir utan gluggann – Nú gæti hann átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 21. október 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Victor Vickery, þrítugur karlmaður í Flórída, hefur verið ákærður fyrir manndráp í kjölfar líkamsárásar í sumar. Málið hefur vakið talsverða athygli en Vickery er sakaður um að hafa barið gluggagægi til óbóta.

Forsaga málsins er su að í júlímánuði lá Vickery í rúminu með kærustu sinni, Samönthu Hobi, þegar þau urðu vör við hreyfingu fyrir utan svefnherbergisgluggann.

Vickery dreif sig út, hálfnakinn og berfættur, og hitti þar fyrir 57 ára mann að nafni Asaad Akar sem lá á glugganum með getnaðarliminn úti. Vickery brást ókvæða við og lét höggin dynja á Akar sem mátti síns lítils. Þegar lögregla kom á vettvang lá Akar í blóði sínu við gluggann, meðvitundarlaus, og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi tveimur tímum síðar.

Vickery var handtekinn á fimmtudag vegna málsins þar sem hann var ákærður fyrir manndráp. Að sögn Miami Herald liggur ekki fyrir hvers vegna þrír mánuðir liðu þar til Vickery var handtekinn. Sjálfur hefur Vickery sagt að hann hafi óttast um eigið öryggi og þess vegna hafi hann ráðist á Akar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hefur veitt 50 rottur með einfaldri aðferð

Hún hefur veitt 50 rottur með einfaldri aðferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innbrotsþjófar segja frá: Þetta eru staðirnir í húsinu sem þeir fara fyrst á

Innbrotsþjófar segja frá: Þetta eru staðirnir í húsinu sem þeir fara fyrst á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Starbucks opnar nýja verslun – Þar áttu ekki að panta kaffi

Starbucks opnar nýja verslun – Þar áttu ekki að panta kaffi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ódýr ákvörðun hjá Twitter getur reynst Facebook dýrkeypt

Ódýr ákvörðun hjá Twitter getur reynst Facebook dýrkeypt