fbpx
Sunnudagur 13.október 2019  |
Pressan

Dularfullt hvarf úlfs í Belgíu – 30.000 evrum heitið fyrir upplýsingar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að úlfynja ein, sem hafði haldið til í Belgíu um hríð, sé dauð og það séu ylfingar hennar einnig. Náttúruverndarsinnar kenna veiðimönnum um hvarf úlfynjunnar, sem hét Naya, en þegar hún sást síðast fyrir fimm mánuðum átti hún von á ylfingum og var í slagtogi með karldýri.

Naya var fyrsti úlfurinn sem sást í Belgíu í heila öld. Fyrst sást til ferða hennar í janúar á síðasta ári í norðausturhluta landsins. Belgíska náttúrfræðistofnunin ANB segir að að það sé nær öruggt að hún hafi verið drepin ásamt ylfingum sínum.

Úlfar eru útdauðir í stórum hlutum Evrópu eftir aldalangar veiðar. Þeir njóta mestu verndar sem hægt er samkvæmt lögum Evrópusambandsins enda er tegundin talin í bráðri útrýmingahættu. En þrátt fyrir þetta eru þeir oft skotnir en margir bændur eru lítt hrifnir af úlfum sem eiga það til að ráðast á kindur þeirra.

Naya fæddist í austurhluta Þýskalands en hafði lagt leið sína til Belgíu þar sem hún var í slagtogi við karldýr að nafni August. Hann sá um að draga björg í greni þeirra. En hvorki Naya né ylfingar hennar hafa sést síðan í maí þegar mynd náðist af þeim nærri hollensku landamærunum. Skömmu síðar hætti sendirinn í hálsól hennar að senda merki frá sér.

August hætti að koma með æti í grenið seint í maí. Hann er talinn einn af þremur úlfum sem nú eru í Belgíu. Nokkur náttúruverndarsamtök hafa heitið samtals 30.000 evrum í verðlaun fyrir upplýsingar um örlög Naya og fyrir upplýsingar um hver eða hverjir drápu hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir morð á níu ára dreng

Meðlimir glæpagengis sakfelldir fyrir morð á níu ára dreng
Pressan
Fyrir 2 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mannskæða flugvélin snýr aftur – 346 manns sem ferðuðust með vélinni hafa látist

Mannskæða flugvélin snýr aftur – 346 manns sem ferðuðust með vélinni hafa látist
Pressan
Fyrir 4 dögum

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja hætta að kalla Holland Holland

Vilja hætta að kalla Holland Holland
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn hefndu sín á lögreglukonum vegna kvartana um kynferðisofbeldi

Lögreglumenn hefndu sín á lögreglukonum vegna kvartana um kynferðisofbeldi